14. júl
Hafrún og Gígja leika gegn Fćreyingum syđraÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 375 - Athugasemdir ( )
Um helgina næstu fara fram tveir æfingaleikir U-19 ára landsliðs kvenna gegn Færeyingum í Þorlákshöfn og Hveragerði. Völsungar eiga tvo
leikmenn í hópi þeim sem Ólafur Þór Guðbjörnsson valdi fyrir leikina.
Þetta eru þær Gígja Valgerður Harðardóttir og Hafrún Olgeirsdóttir. Fyrri leikurinn fer fram á laugardaginn í Hveragerði en
sá síðari í Þorlákshöfn á mánudaginn. Báðir leikirnir fara fram kl. 17:00.
Hafrún Olgeirsdóttir í leik með Völsungum í sumar.
Athugasemdir