Gunni Siggi: Mjög góđ tilfinning ađ sjá boltann í netinu

„Ţađ var mjög góđ tilfinning ađ sjá boltann í netinu, ţetta gerist varla sćtara en ţetta. Einum fćrri og klárum ţetta svo í uppbótartíma," sagđi Gunnar

Gunni Siggi: Mjög góđ tilfinning ađ sjá boltann í netinu
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 553 - Athugasemdir ()

Gunni Siggi var hetja Völsunga í gćr
Gunni Siggi var hetja Völsunga í gćr

„Það var mjög góð tilfinning að sjá boltann í netinu, þetta gerist varla sætara en þetta. Einum færri og klárum þetta svo í uppbótartíma," sagði Gunnar Sigurður Jósteinsson, hetja Völsungs, sem tryggði Völsungi sigurinn í uppbótartíma á Eskifirði í gær gegn Fjarðabyggð. Markalaust var fram að 94 mínútu þegar að Gunni stangaði knöttinn í netið eftir aukaspyrnu frá Hrannari Birni og þar með liðið komið í annað sæti deildarinnar.

„Við vorum með leikinn í okkar höndum og þeir ekki að skapa sér neitt þannig hættuleg færi. Við áttum ágætis sénsa sem voru samt kannski ekki dauðafæri og mér fannst aldrei hætta á því að þeir væru að fara að skora," sagði varnarjaxlinn en markið hans Gunna hendir liðinu úr sjötta sæti upp í það annað og aðeins þrjú stig í Reyni Sandgerði sem sitja á toppi deildarinnar.

„Þetta var mikilvægt mark og mikilvægur sigur fyrir liðið. Við ætluðum okkur allan tímann að koma hingað og hirða öll stigin því við vissum að annað sætið væri að bíða eftir okkur. Þetta var algjör baráttusigur og allir leikmenn frá fyrsta til aftasta börðust vel. Þetta var kannski ekki fallegasti fótboltinn en góður baráttusigur hjá okkur," sagði Gunni en hvað fannst honum um rauða spjaldið sem að Arnþór fékk ?

„Mér fannst þetta aldrei rautt. Hann tekur boltann á undan og lendir svo í markmanninum eftir á. Þetta var allan tímann boltinn og aldrei rautt spjald," segir Gunni en næsti leikur hjá liðinu er strax á þriðjudaginn en þá mæta strákarnir HK á Húsavíkurvelli.

„Það eru bara þrjú stig og við förum að sjálfsögðu eins inn í þann leik og alla aðra. Sigur og ekkert annað sem kemur til greina, við erum búnir gefa of mörg stig á heimavelli svo það er ekkert annað en sigur. Það hlýtur að vera að menn mæti dýrvitlausir í þennan leik og með sjálfstraustið í lagi því menn sjá það líka að við getum unnið leiki þó við séum ekki að spila fallegasta fótboltann og við erum að halda hreinu í mörgum leikjum sem er mjög jákvætt. Við verðum klárir í þann slag og vonumst til að sjá sem flesta í brekkunni," sagði Gunni Siggi í leikslok þreyttur en sáttur eftir hrikalega sætan sigur.

Gunni Siggi
                                               Gunnar Sigurður Jósteinsson

Tengdar greinar:
Umfjöllun: Kletturinn hetja Völsungs á Eskifirði

Dragan: Þetta var snilld, algjör snilld
Arnþór: Þetta var glórulaust


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ