Gott gengi HS unglingalandsmtinurttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 374 - Athugasemdir ( )
Eins og komið hefur fram á 640.is var HSÞ valið fyrirmyndarfélag mótsins á Unglingalandsmóti UMF‘I 2010 sem haldið var í Borgarnesi um helgina. Á vegum HSÞ fóru 58 keppendur sem kepptu í frjálsum íþróttum, knattspyrnu, mótorcrossi, sundi, glímu og skák.
Á heimasíðu frjálsíþróttakrakkanna segir
að HSÞ hafi verið með 31 keppanda skráðan í frjálsar íþróttir. Þeim fjölgaði reyndar aðeins þegar
boðhlaupssveitir voru skráðar því fótboltakrakkar drifu sig í boðhlaup. Alltaf gaman að því og tvær sveitir uppskáru
verðlaun: 13 ára piltar náðu þriðja sæti á tímanum 57,56 og 14 ára piltar náðu öðru sæti á 56,94.
Flott hjá þeim.
13 önnur silfur- og bronsverðlaun komu í hlut HSÞ:
Dagný Ríkharðsdóttir,11 ára, náði þriðja sæti í langstökki (4,06 m) og spjótkasti (17,68 m).
Auður Gauksdóttir,13 ára, náði öðru sæti í kúluvarpi (8,74 m) og öðru sæti í hástökki (1,46 m).
Jana Björg Róbertsdóttir, 13 ára, náði öðru sæti í 800 m hlaupi á tímanum 2:34,32.
Elvar Baldvinsson, 13 ára, náði öðru sæti í hástökki (1,57 m), öðru sæti í spjótkasti (40,44 m) og
þriðja sæti í langstökki (4,51 m).
Brynjar Örn Arnarson, 13 ára, náði þriðja sæti í 100 m hlaupi á tímanum 13,49 sek.
Dagbjört Ingvarsdóttir, 14 ára, náði þriðja sæti í langstökki, stökk 4,65 m.
Hjörvar Gunnarsson, 14 ára, náði öðru sæti í 800 m hlaupi á tímanum 2:29,46.
Auður Kristjánsdóttir, 17 ára, náði öðru sæti í 800 m hlaupi 17-18 ára á tímanum 2:32,95.
Guðrún Kristjánsdóttir, 17 ára, náði þriðja sæti í sama hlaupi á tímanum 2:35,04.
Frábær árangur hjá þessum mögnuðu krökkum.
Frekari úrslit má finna hér
Heimild: www.123.is/hsth
Athugasemdir