Gur sigur fyrsta leikrttir - Ingvar Bjrn - Lestrar 632 - Athugasemdir ( )
Vont varð verra hjá gestunum á 15.mínútu en þá var Elfar að elta boltann
í kapphlaupi við Andra Hjörvar Albertsson, fyrirliða Fjarðabyggðar, en Andri reif hann niður og fékk brottvísun því hann var aftasti
maður. Fjarðabyggðarmenn mótmæltu örlítið en Amir markvörður var kominn nálægt boltanum þegar brotið átti sér
stað.
Völsungar héldu áfram að þjarma að gestunum og á 19.mínútu bættu þeir við öðru marki. Hrannar Björn
Steingrímsson tók flotta hornspyrnu sem Elfar skallaði í netið frá markteig. Vel útfært hjá drengjunum og sömuleiðis léleg
dekkun hjá gestunum.
Fjarðabyggðarmenn lágu aftarlega og reyndu svo að beita skyndisóknum en áorkuðu litlu á helmingi heimamanna. Hrannar Björn átti skot
rétt yfir markið og Jóhann Ragnar Benediktsson, leikmaður Fjarðabyggðar tók aukaspyrnu á hættulegum stað en skot hans fór
sömuleiðis yfir markið.
Elfar, sem var valinn maður leiksins, vann svo boltann vel við vítateigshornið hægra megin og óð inn í teig og upp að endamörkum en Amir renndi
sér í hann. Elfar vippaði boltanum yfir hann og fyrir markið þar sem að varnarmaður tók sig til og skallaði knöttinn á glæsilegan
hátt í eigið mark. 3-0 fyrir Völsunga og leikurinn gott sem búinn.
Gestirnir ætluðu þó ekkert að hleypa fleiri mörkum inn og börðust grimmilega þótt lítið væru með boltann. Þeir
skoruðu svo mark eftir aukaspyrnu Jóhanns rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en það var dæmt af sökum rangstæðu. Boltinn var skallaður í
átt að markinu og framherji þeirra ýtti boltanum yfir línuna en sá var kolrangstæður.
Seinni hálfleikur var rólegur og stjórnuðu heimamenn spilinu. Hættulegustu sóknir gestanna voru eftir hornspyrnur en Völsungar fengu alveg færi til
að bæta við mörkum þótt þeim hafi ekki tekist að bæta við mörkum. 3-0 voru því lokatölur og fara Völsungar vel af
stað í sumarið.
Elfar Árni í færi en hann skoraði tvö mörk í leiknum.
Völsungar fagna marki.
Haukur Hinriksson nýr liðsmaður Völsunga.
Fleiri myndir hér
Athugasemdir