Góđur sigur gegn DraupniÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 258 - Athugasemdir ( )
Völsungarnir héldu áfram sigurgöngu sinni í Soccerademótinu í gær þegar þeir lögðu Draupni 4-2 í Boganum . Sem fyrr er liðið skipað ungum og efnilegum knattspyrnumönnum og um markaskorunina í gær sáu þeir Aðalsteinn Jóhann Skarphéðinsson,Elfar Árni Aðalsteinsson, Hrannar Björn Steingrímsson og Arnþór hermannsson.
Öll mörkin gerður Völsungar í fyrri hálfleik en höfðu hægt um sig í þeim seinni, amk. hvað markaskorun varðar, en Draupnismenn gerður tvö mörk á síðasta korterinu.
Hrannar Björn var ekki eini bakaradrengurinn sem skoraði í Soccerademótinu í gær því bræður hans þeir Guðmundur Óli og Hallgrímur Mar gerðu sitt hvort markið í stórsigri KA manna á Tindastóli. 13-0.
Völsungar eru sem fyrr efstir í A-riðli mótsins með 9 stig eftir þrjá leiki .
Athugasemdir