Góđur árangur HSŢ á stórmóti ÍRÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 271 - Athugasemdir ( )
HSÞ sendi tólf þátttakendur til keppni á Stórmóti ÍR sem fór fram í Laugardalshöll um helgina og stóðu krakkarnir sig vel. Komu heim með fimm gull, tvö silfur og þrjú brons.
Auður Gauksdóttir náði tveim gullverðlaunum með sigri í hástökki og kúluvarpi í flokki 13 ára stúlkna og Þorsteinn Ingvarsson vann gull í langstökki karla. Hann stökk 7,33 m. sem er hans besti árangur innanhúss.
Aðrir sem unnu til verðlauna voru Atli Barkarson sem varð annar í langstökki 9-10 ára drengja. Brynjar Örn Arnarson vann 60 m. hlaup og varð þriðji í 200 m. hlaupi 13 ára drengja. Elvar Baldvinsson vann 60 m. grindarhlaup, varð annar í hástökki og þriðji í langstökki 13 ára drengja. Þá varð Hjörvar Gunnarsson þriðji í 800 m. hlaupi drengja og ekki annað hægt að segja en að árangur HSÞ hafi verið góður.
Athugasemdir