G byrjun hj Goanum

Skksveitir Goans byrjuu vel slandsmti skkflaga sem hfst grkvldi. A-sveit Goans vann A-sveit Vinjar 5-1. sgeir, Einar Hjalti, Tmas, Bjrn

G byrjun hj Goanum
rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 439 - Athugasemdir ()

Skáksveitir Goðans byrjuðu vel á Íslandsmóti skákfélaga sem hófst í gærkvöldi. A-sveit Goðans vann A-sveit Vinjar 5-1. Ásgeir, Einar Hjalti, Tómas, Björn og Sindri unnu sínar skákir, en Sigurður Jón tapaði.

 

B-sveitin vann sigur á Fjölni-D 5,5-0,5. Pétur, Rúnar, Jakob, Smári og Benedikt Þorri unnu sína andstæðinga og Sveinn gerði jafntefli.

C-sveitin gerði 3-3 jafntefli við E-sveit TR, þar sem Valur, Sighvatur og Hermann unnu sínar skákir, en Sigurbjörn, Snorri og Hlynur töpuðu.

Ekki er ljóst hverjir andstæðingar skáksveita Goðans verða í 2. umferð.

Fréttin er fengin af heimasíðu Goðans.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr