27. des
Glitsk himniAlmennt - Hafr Hreiarsson - Lestrar 562 - Athugasemdir ( )
Þau eru falleg glitskýin sem skreyttu himininn hér á Húsavík og víða á Norðurlandi í morgun. Á Vísindavefnum segir að glitský myndist í heiðhvolfinu, oft í 15-30 km hæð og sjáist helst um miðjan vetur, um sólarlag eða við sólaruppkomu.
Á fréttavef Morgunblaðsins segir veðurfræðingur á Veðurstofunni að glitskýin séu svo hátt í himinhvolfinu að hafi þau sést bæði á Húsavík og á Akureyri og ætla megi að þau hafi sést víðast hvar þar sem yfirhöfuð sást til himins í morgun. (mbl.is)
Athugasemdir