Glćsilegur sigur Völsunga gegn Draupni, tíu markaleikur.Íţróttir - Hjálmar Bogi Hafliđason - Lestrar 338 - Athugasemdir ( )
Meistaraflokkur karla fékk lið Draupnis í heimsókn í gær og fór leikurinn fram í ágætis ágúst veðri. Nokkrar breytingar voru á Völsungsliðinu en Halldór Fannar og Bjarki voru í banni en Jón Hafsteinn sem er í láni frá ÍR var í byrjunarliðinu og Svavar Cesar, þó ekki vörubílstjórinn, stóð á milli stanganna en hann er að láni frá Víkingi Reykjavík. Frændurnir og bakverðirnir, Bergur og Einar Már fengu einnig að spreyta sig í byrjunarliðinu. Völsungar hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og því er stefnan sett á sæti í 2. deild að ári en þrátt fyrir þetta var ekkert gefið eftir í þessum leik sem var bæði skemmtilegur og einkenndist af krafti í Völsungum.
Leikurinn fór hægt af stað en hófst strax á ´7 mínútu þegar Stefán Björn setti boltann í netið með skoti fyrir utan teig eftir hraða sókn og flott spil Völsunga. Leikurinn hélst hraður og á ´9 mínútu skoraði Hrannar Björn með skoti í nær hornið eftir flotta sendingu Jóns Hafsteins upp í horn. Á þessum tíma fengu Völsungar fín færi og sýndu flottan bolta. Sem þruma úr heiðskýru lofti og öllum að óvörum, jafnt Draupnismönnum sem öðrum skoruðu Draupnismenn úr aukaspyrnu af 35 – 40 metra færi en boltinn fór beint inn.
Á ´22 mínútu brutu Draupnismenn klaufalega af sér eftir hornspyrnu Völsunga þegar Elfar Árni var togaður niður og Þóroddur, dómari leiksins eða Doddi eins og Draupnismenn kalla hann dæmi réttilega víti. Fyrirliðinn Gunnar Sigurður steig á punktinn og smellti svo boltanum í hægra hornið og staðan því orðin þrjú eitt fyrir Völsung. Hrannar Björn bætti svo við öðru markinu sínu og fjórða marki Völsunga á ´24 mínútu eftir glæsilegan einleik, skot utan við teig og boltinn í hægra hornið. Kristján Gunnar var nálægt því að skora fimmta markið á ´30 mínútu með vinstri fótarskoti en boltinn fór rétt yfir markið. Leikur Völsunga dalaði heldur þegar líða fór undir lok fyrri hálfleiks og Draupnismenn komust betur inn í leikinn. Draupnismenn fengu ódýrt víti á ´41 mínútu sem þeir skoruðu örugglega úr með föstum bolta hægra megin. Hálfleikstölur 4 – 2 fyrir Völsung og mátti þeir vera mjög sáttir við gang leiksins.
Engar breytingar voru gerðar á liði Völsungs í hálfleik og þeir hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og ljóst að það átti hvergi að slá slöku við í góðri stöðu. Stefán Björn átti glæsilegt mark þegar hann vippaði boltanum yfir markmanninn á ´50 mínútu þegar Völsungar spiluðu sig í gegnum vörnina. Völsungar spiluðu gríðar vel og örugglega. Á ´55 mínútu var Elfar Árni felldur rétt fyrir utan teig og fengu Völsungar aukaspyrnu sem endaði í varnarvegg Draupnismanna. Sóknir Völsunga voru harðar og miklar en eftir klafs í vörninni hjá Draupni á ´59 mínútu vann Stefán Björn boltann og sendi á Aðalstein Jóhann sem kláraði málið með marki. Aron Bjarki bjargaði skemmtilega í stöng eftir sókn Draupnismanna á ´61 mínútu en þar lá markið í loftinu en þeir náðu ekki að nýta sér það. Leikurinn var hraður og mikið að gerast. Aðalsteinn Jóhann átti glæsilega stungusendingu á ´63 mínútu á Elfar Árna sem lagði boltann fram hjá markmanninum og boltinn hafnaði í netinu.
Kristján Gunnar yfirgaf svo völlinn á ´68 mínútu og Boban kom inn á í hans stað. Bergur átti fín hlaup í leiknum og á ´73 mínútu átti hann flotta sendingu og Elfar skallaði boltann rétt yfir. Einar Már átti einnig fína spretti og á ´75 mínútu átti hann glæsilega sendingu inn í teig Draupnismann en náði enginn að nýta sér hana. Á ´76 mínútu fór fram þreföld skipting hjá Völsungum þegar Aron Bjarki, Gunnar Sigurður og Stefán Björn yfirgáfu völlinn eftir fínan leik allir saman. Inn á komu þeir Davíð, Rafnar Orri og Sveinbjörn Már og átti þeir allir flotta innkomu í leikinn.
Aðalsteinn Jóhann komst einn á móti markmanni á ´84 mínútu en setti boltann framhjá og á sömu mínútu munaði mjög litlu að Rafnar Orri setti áttunda mark Völsunga með skoti rétt framhjá markinu. Völsungar áttu fleiri færi sem þeir náðu ekki að nýta sér en gegn gangi leiksins skoruðu Draupnismenn mark á ´89 mínútu eftir horn og mikla þvögu í teig Völsunga. Lokatölur því 7 mörk Völsunga gegn 3 mörkum Draupnis og ljóst að Völsungar eru enn taplausir og er það gott veganesti í baráttuna sem framundan er og hlýtur það að vera markmið allra að komast upp um deild. Maður leiksins var Elfar Árni og er hann vel að þeim titli kominn og hlýtur hann hinn rómaða súkkulaðiskó frá Heimabakarí að launum. Myndir sem Hafþór tók frá leiknum má sjá hér.
Athugasemdir