GH sigrai 3. deildina me stl

Eins og fram kom 640.is um helgina fr sveitakeppni riju deildar GS fram um helgina Katlavelli. Mti var leiki flottu veri vi

GH sigrai 3. deildina me stl
rttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 140 - Athugasemdir ()

Katlavllurinn skartai snu fegursta um helgina.
Katlavllurinn skartai snu fegursta um helgina.

Eins og fram kom á 640.is um helgina fór sveitakeppni þriðju deildar GSÍ fram um helgina á Katlavelli.

 

Mótið var leikið í flottu veðri við góðar aðstæður þar sem völlurinn skartaði sínu fegursta og áttu keppendur vart til orð yfir útsýnið og fegurðina sem blasti við þeim frá vellinum.

 

Sveit GH var skipuð þeim Skúla Skúlasyni, Sigurði Hreinssyni, Unnari Þór Axelssyni, Arnari V. Ingólfssyni, Örvari Þór Sveinssyni og Einari Gesti Jónassyni ásamt liðsstjóranum Kidda Lúlla. Það er skemmst frá því að segja að strákarnir fóru á kostum og unnu alla sína leiki og leika þar með í 2. deild að ári.

 

GH sveitin spilaði spennandi úrslitaleik við GOB ,Golfklúbb Bakkakots, en þar var liðstjóri húsvíkingurinn Kristinn Wium. Leikurinn fór í bráðabana og á annari holunni í honum unnu húsvíkingar og urðu þar með meistarar í 3. Deild. Glæsilegt hjá þeim.

GSS urðu í 3 sæti en GG og GOS féllu í 4 deild.

Sigursveit GH með verðlaunin í mótslok.

 

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr