Gera hlaut Hvatningabikar .Frttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 108 - Athugasemdir ( )
Þorgerður Þórðardóttir, eða Gerða eins og flestir kannast við hana, hlaut Hvatningabikar Íþróttafélags fatlaða fyrir árið 2007. Bikarinn var afhentur í gær um leið og vali á Íþróttamanni Húsavíkur var lýst. Bikarinn er farandbikar, veittur árlega þeim einstaklingi sem að mati stjórnar Bocciadeildar Völsungs og þjálfara sýna bestu ástundun og mestu framfarir.
Í umsögn um Gerðu segir að hún hafi starfað og keppt með Bocciadeild Völsungs nánast frá stofnun hennar. Hún er því í hópi brautryðjenda íþróttarinnar hér á Húsavík. Hún hefur sótt æfingar í gegnum árin af áhuga og verið virkur félagi í starfi bocciadeildarinnar.
Þó tók Gerða sér frí frá æfingum og starfi með deildinni fyrir tveim árum en kom aftur tvíefld til baka í haust. Því ætti þessi viðurkenning, að hljóta Hvatningabikar Í.F, að vera henni mikil uppörvun og hvatning að gera enn betur.
Athugasemdir