Gamli Baukur styrkir yngri flokka í knattspyrnu.Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 152 - Athugasemdir ( )
Á dögunum skrifuðu Gamli Baukur og yngri flokkar knattspyrnu hjá Völsungi undir styrktarsamning. Verður merki Gamla Bauks framan á treyjum yngri flokka næstu þrjú árin.
Fram kemur á heimasíðu Völsungs að forsvarsmenn veitingastaðarins Gamla Bauks telji það mikilvægt að sem fjölbreyttast mannlíf blómstri á Húsavík og verður það m.a. tryggt með því að vel sé búið að íþrótta og tómstundaaðstöðu ungs fólks.
Það er því Gamla Bauk mikill heiður að fá að styðja unga og upprennandi Húsvíkinga á íþróttasviðinu. Það sameiginlegt markmið Völsungs og forsvarsmanna Gamla Bauks að byggja upp og styrkja enn frekar öfluga starfsemi ungra knattspyrnumanna á Húsavík og halda áfram að unga út knattspyrnumönnum í fremstu röð.
Athugasemdir