Fyrsti útivallarsigurinn í höfn

Völsungar gerđu góđa en langa ferđ vestur á firđi í dag ţegar ţeir sóttu liđ BÍ/Bolungarvíkur heim. Leikurinn fór fram í Bolungarvík og í stuttu máli unnu

Fyrsti útivallarsigurinn í höfn
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 374 - Athugasemdir ()

Alli Jói er kominn á blađ.
Alli Jói er kominn á blađ.

Völsungar gerðu góða en langa ferð vestur á firði í dag þegar þeir sóttu lið BÍ/Bolungarvíkur heim. Leikurinn fór fram í Bolungarvík og í stuttu máli unnu Völsungar öruggan 3-0 sigur. Hrannar Björn skoraði fyrsta markið eftir sendingu frá Bjarka. Bjarki skoraði síðan eftir að hafa misnotað vítaspyrnu en fylgt henni eftir og skorað. Alli Jói skoraði síðan þriðja markið eftir að hafa komið inn á sem varamaður fyrir Bjarka.

Völsungssíðan segir svo frá leiknum:

Völsungar sóttu þrjú dýrmæt stig til Ísafjarðar en liðið sigraði heimamenn sannfærandi, 0-3, með mörkum frá Hrannari, Bjarka og Alla sem hafði komið inn á sem varamaður.

Völsungsliðið byrjaði leikinn mun betur og stjórnuðu strákarnir leiknum vel. Um miðjan fyrri hálfleik kom fyrsta mark leiksins en þar var að verki bakarameistarinn Hrannar Björn Steingrímsson sem skoraði eftir mikla baráttu og góðan undirbúning Bjarka Baldvins. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Völsungarnir komu sprækir út í síðari hlutann en Andri Valur átti frábæran sprett upp allan völlinn fljótlega eftir að leikurinn fór aftur af stað. Andri var á endanum sparkaður niður innan teigs og dómari leiksins dæmdi réttilega vítaspyrnu og veifaði rauða spjaldinu til varnarmanns heimamanna sem brotið hafði á Andra Val. Bjarki fór á punktinn en markvörður heimamanna varði, Bjarki var þó fljótur að hugsa og fylgdi vel á eftir. Staðan 2-0 fyrir Völsung, einum fleiri og útlitið gott.

Elfar Árni og Aðalsteinn komu ferskir af tréverkinu inn í liðið þegar líða tók á síðari hálfleikinn en þeir félagar kláruðu dæmið með þriðja markinu. Elfar fékk sendingu frá Hrannari, var sloppinn einn í gegn en ákvað að renna boltanum á félaga sinn Aðalstein sem stóð einn fyrir opnu marki og renndi boltanum í netið. Mjög óeigingjarnt af Elfari og stórkostlegt að sjá samtöðuna og leikleðina sem liðið er farið að sýna aftur.

Þannig lauk leiknum og frábær sigur á Ísafirði í höfn. Glæsilegur sigur og strákarnir geta leyft sér að brosa með þessi stig því þetta er einn erfiðasti útivöllurinn í deildinni. Liðið hefur verið að stíga í rétta átt í undanförnum leikjum og þeir sem lásu síðustu umfjöllun mína muna það að ég sagði Völsungsvélina vera að detta í gang og það er nokkuð ljóst að hún hefur verið ræst.

www.123.is/volsungur

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ