Fyrsta tap Völsunga á heimavelli í langan tíma

Völsungar töpuđu sínum fyrsta leik á heimavelli í langan tíma í gćrkveldi ţegar ţeir mćttu liđi Hvatar frá Blönduósi. Hvöt leiddi 1-0 í hálfleik og bćtti

Fyrsta tap Völsunga á heimavelli í langan tíma
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 323 - Athugasemdir ()

Steinţór Mar Auđunsson fékk súkkulađiskóinn.
Steinţór Mar Auđunsson fékk súkkulađiskóinn.

Völsungar töpuðu sínum fyrsta leik á heimavelli í langan tíma í gærkveldi þegar þeir mættu liði Hvatar frá Blönduósi. Hvöt leiddi 1-0 í hálfleik og bætti við marki þegar um hálftími var til leiksloka. Völsungar minnkuðu síðan muninn þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en gestirnir bættu síu þriðjamarki við á lokasekúndum uppbótartímans. Sem var þó nokkur því gestirnir frá Blönduósi voru nokkuð gjarnir á að tefja í lokin og hlutu m.a. gult spjald fyrir.

 

 

 

Markamaður Völsunga, Steinþór Mar Auðunsson var valinn maður leiksins hjá Völsungum og fékk súkkulaðiskóinn að launum.

Umfjöllun Ingvars Björns Guðlaugssonar um leikinn má lesa hér og hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá því í gærkveldi.

 

Sveinbjörn Már í baráttu við Hvatarmenn.

Jónas Halldór geysist fram með boltann.

Friðrik Mar kom inn á fyrir Andra Val og átti skotið sem gaf Völsungum mark.

Hrannar Björn tekur aukaspyrnu sem mark Völsunga kom upp úr.

Gunni Siggi og Aron ætluðu sennilega báðir að skora þarna.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ