Frábćr útisigur á DalvíkÍţróttir - Hjálmar Bogi Hafliđason - Lestrar 295 - Athugasemdir ( )
Meistaraflokkur karla gerði góða ferð á Dalvík þegar fór fram leikur Dalvík/Reynir gegn Völsungi í Íslandsmótinu. Leikurinn fór hægt af stað og það vantaði kjark í okkar stráka en þegar leið á leikinn fóru Völsungar að spila fínan bolta.
Leikurinn var frekar grófur enda uppskáru leikmenn Dalvíkinga nokkuð mörg spjöld m.a. eitt rautt. Völlurinn var afar slæmur og ljótur og virtist sífellt koma leikmönnum að óvart. Völsungar komust í þrjú núll með mörkum frá Rafnari, Stefáni og Gunnari Sigurði úr víti. Vakin er athygli á því að Stefán spilaði í eins skóm þennan leikinn. Völsungar fengu svo á sig klaufalegt mark í lokin.
Brekkuþroski heimamanna á Dalvík var síður til fyrirmyndar með ónefnum og áfengi og átti það ekkert skylt við fótbolta.
Athugasemdir