Fotbolti.net spáir stelpunum 4.sćti í sumarÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 247 - Athugasemdir ( )
Vefsíðan fotbolti.net hefur birt spá sína fyrir 1.deild kvenna sumarið 2012. Völsungsstelpum er spáð fjórða sætinu en það er
nokkuð ljóst að stelpurnar ætla sér stærri hluti en það. Hér fyrir neðan má lesa spá vefsíðunnar.
4.sæti: Völsungur
Húsavíkurliðið hefur verið í framför undanfarin ár og það er ekki ástæða til annars en að liðið haldi áfram
að bæta sig í sumar. Völsungsliðið er borið uppi af heimastelpum og það virðist vera góður andi í liðinu. Leikmenn ná
alltaf að þjappa sér saman og fara ansi langt á liðsheildinni. Liðið hefur þó misst einn besta leikmann og helsta markaskorara Völsungs
undanfarin ár, en Hafrún Olgeirsdóttir fór í Þór/KA. Það verður vandmeðfarið að fylla skarðið sem hún skilur
eftir sig en öflug liðsheildin ætti að geta það með góðri samstöðu.
Þjálfari: Jóhann Rúnar Pálsson
Lykilleikmaður:Harpa Ásgeirsdóttir. Harpa er snúin aftur á heimaslóðir eftir að hafa reynt fyrir sér í efstu deild
með KR og Aftureldingu. Hún er skemmtilegur karakter og mikilvægur hlekkur í sterkri liðsheild Völsungs.
Hér er spá fotbolta.net í heild sinni: Spá Fótbolta.net fyrir 1.deild
kvenna: B-riðill
![harpasamningur](/static/files/Volsi2012/Meist.kvenna/Harpa.jpg)
Harpa skrifaði undir nýjan samning á dögunum
Athugasemdir