Flottur heimasigur hj meistaraflokki kvennarttir - Hjlmar Bogi Hafliason - Lestrar 341 - Athugasemdir ( )
Meistaraflokkur kvenna atti kappi við Fjarðarbyggð í Visabikarnum á Húsavíkurvelli. Óhætt er að segja að stelpurnar okkar höfðu yfirburði allan leikinn og endaði hann með níu mörkum Völsunga gegn engu. Völsungsstelpur voru þó seinar í gang en þegar mörkin fóru að telja var ljóst að stefndi í skemmtilegan heimasigur.
Stelpurnar eru vel að sigrinum komnar og sýndu á köflum fínt spil. Berglind Ósk gerði þrjú mörk, Guðlaug Sigríður tvö, Berglind Jóna, Gígja Valgerður, Hafrún og Harpa með eitt hver. Eftir hvern heimaleik hjá stelpunum verður valin Nivea-stúlka leiksins er hlýtur sú verðlaun frá Nivea og er það þriggja kvenna dómnefnd sem velur hana. Það var Sigrún Björg sem var valin að þessu sinni. Um er að ræða samstarf meistaraflokksráðs og 640.is í sumar og vonast er til að framtakið gangi vel. Myndir frá leiknum tók Unnur Erlingsdóttir.
Sigrún berst með boltann
Athugasemdir