Fjrir bakaradrengir byrjunarliinu gegn Vi

fallegum laugardegi mttust Hsavkurvelli li Vlsungs og Vis r Gari. Astur voru kjrnar fyrir ftbolta en ekki virtist a draga horfendur

Rafnar Orri Gunnarsson.
Rafnar Orri Gunnarsson.

Á fallegum laugardegi mættust á Húsavíkurvelli lið Völsungs og Víðis úr Garði. Aðstæður voru kjörnar fyrir fótbolta en ekki virtist það draga áhorfendur að. Leikurinn byrjaði á þreifingum beggja liða en augljóst var að mikil barátta yrði miðað við hversu hátt tempóið var í byrjun. Heimamenn voru ívið sterkari og fengu nokkrar hornspyrnur sem sköpuðu hættu, þá einna helst þegar spyrna Bjarka Baldvinssonar rataði á kollinn á Elfari Aðalsteinssyni en markmaður gestanna náði að slæma hendinni í knöttinn og ýta honum yfir.

 

Víðismenn reyndu að beita skyndisóknum og á 15.mínútu komust þeir hratt upp vinstri kantinn og skrýtin fyrirgjöf þeirra virtist ætla að svífa í fjærhornið þegar að Birni Hákoni markmanni tókst að slá boltann framhjá. Vel varið. Aðeins nokkrum andartökum síðar sóttu Völsungar hratt og eftir fallegt samspil fjögurra leikmanna tóku Hallgrímur Mar og Halldór Fannar þríhyrning og Hallgrímur endaði með lúmsku skoti frá vítateigslínu sem endaði í hliðarnetinu.

Fyrsta mark leiksins kom svo á 31.mínútu. Gestirnir áttu þá fyrirgjöf í boxið þar sem þeir náðu vondu skoti sem fór beint upp í loftið. Heljarinnar pakki fór upp í boltann og Víðismaður náði að skalla hann inn á markteiginn þar sem Björn Bergmann Vilhjálmsson stóð einn, óvaldaður og kolrangstæður og skoraði af stuttu færi. Þrátt fyrir mótmæli Völsunga stóð markið en Sverrir Pálmason, línuvörður, hafði engan áhuga á leiknum í dag og tók ekki eina einustu sjálfstæðu ákvörðun. Kjaftshögg á lið Völsunga sem hafði verið frískara fram að þessu. Aðeins tveimur mínútum síðar varð staðan svo 0-2. Frábær stungusending kom upp á hægri kantinn þar sem Slavisa Mitic kom á ferðinni og kláraði glæsilega. Þrátt fyrir enn ákafari mótmæli Völsunga hélt Sverrir áfram að vera nískur á flaggið. 

Þó var eins og Völsungar hefðu vaknað við seinna markið. Þeir fóru að færa sig enn framar og pressuðu stíft. Þeir spiluðu boltanum skemmtilega á milli sín og hættu allri hræðslu. Halldór Fannar vann boltann í eigin vítateig og sendi til hliðar á Guðmund Óla Steingrímsson. Hann tók á rás frá eigin vítateig og sendi út á vinstri kantinn á Hallgrím Mar Steingrímsson. Hallgrímur sótti inn í átt að miðjunni og Guðmundur kom utan á hann. Falleg stungusending á milli bakvarðar og miðvarðar skilaði boltanum til Guðmundar aftur sem rak boltann inn miðjuna eftir vítateignum. Hann hótaði skoti nokkrum sinnum með hægri áður en hann snéri við og skaut með vinstri fætinum í fjærhornið. Vel að verki staðið hjá Völsungum og staðan orðin 1-2 eftir 43.mínútur. Ekki skeði mikið markvert eftir þetta.

Brjálaðir Völsungar mættu til leiks í síðari hálfleik og eitthvað hlýtur að hafa verið í hálfleiksræðu Björns Olgeirssonar varið. Rétt rúm mínúta var liðin þegar Elfar Árni lagði boltann út á Guðmund Óla sem áttu hörkuskot utanfótar sem small í fjærstönginni. Boltinn hrökk snöggt út á Rafnar Orra Gunnarsson sem var óviðbúinn og setti boltann rétt framhjá í fyrsta.

Örfá andartök liðu og Haraldur Axel Einarsson var sendur einn í gegn eftir frábæra uppbyggingu Víðismanna. Haraldur átti þó arfaslakt skot sem fór beint á Björn Hákon. 

Davíð Þórólfsson tók síðan niður framherja Víðis á 66.mínútu þegar hann var að sleppa í gegn og var honum sýnt sitt annað gula spjald og þar með fór hann útaf með rautt. Völsungar virtust þó alls ekki vera einum færri og héldu áfram að sækja og voru með yfirhönd á boltanum þótt að Víðismenn hafi beitt hættulegum skyndisóknum. Jöfnunarmarkið virtist liggja í loftinu þegar að Rafnar Orri var sparkaður niður og ekkert var dæmt. Meðan að Rafnar lá enn og Víðisvörnin færði sig framar ákvað Marko Blagojevic að stíga á andlitið á liggjandi Rafnari Orra. Gunnar Jarl dómari var vakandi á þessu augnabliki og sá atvikið og rak Marko umsvifalaust af velli. Aftur orðið jafnt í liðum og hraðinn og harkan í leiknum farin að aukast enn frekar.

Á 82.mínútu uppskáru svo Völsungar. Elfar Árni fékk sendingu upp hægri kantinn sem hann elti vel og var sífellt nartað í hælana á honum svo munaði minnstu að hann félli við. Hann stóð þetta þó vel af sér og fór upp að endamörkum og sendi lága fyrirgjöf á nærstöngina en þar var mættur Rafnar Orri og kláraði hann fallega í slánna og inn. 2-2 og allt í járnum.

Á 85.mínútu áttu Víðismenn langskot sem að speglaðist af hendi Arons Bjarka, fyrirliða heimamanna, og dæmd var hornspyrna. Bandbrjálaðir Víðismenn heimtuðu réttilega vítaspyrnu en fengu aðeins hornspyrnu.

Á 89.mínútu var Elfar Árni í ákjósanlegu færi á vítateigslínu en vinstri fótar skot hans var beint á markmanninn sem varði vel. Strax í næstu sókn sluppu Víðismenn í gegn og settu boltann yfir Björn Hákon og rétt framhjá markinu.

Á 93.mínútu fær Elfar Árni boltann frá Guðmundi Óla, leikur á einn varnarmann og skýtur en boltinn var bersýnilega varinn af varnarmanni með hendinni og út þar sem að Elfar vann boltann aftur, lék á annan varnarmann og skaut og enn greinilegri markvarsla með hendinni átti sér stað hjá varnarmanni Víðis en enn dæmir dómarinn ekkert. Hinn ósjálfstæði Sverrir á línunni sá sér þar af leiðandi ekki fært að flagga heldur og létu þeir kyrrt liggja. Víðismenn hreinsuðu og flautað var til leiksloka og reiðir Völsungar gengu til búningsherbergja. 

Lokatölur 2-2 og frábær endurkoma hjá Völsungi. Seinni hálfleikurinn var algjörlega eign þeirra en til gamans má nefna það að fjórir bræður voru í byrjunarliði Völsungs bakaradrengirnir Guðmundur Óli, Sveinbjörn Már, Hallgrímur Mar og Hrannar Björn.

 

 

 

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr