Fjölmargar stelpur međ penna á lofti - 13 skrifuđu undir hjá Völsungi

Ţađ voru margir pennar á lofti í síđustu viku ţví leikmenn meistaraflokks kvenna hjá Völsungi skrifuđu undir samninga viđ félagiđ. Alls ţrettán stelpur

Fjölmargar stelpur međ penna á lofti - 13 skrifuđu undir hjá Völsungi
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 735 - Athugasemdir ()

Stelpurnar skrifa undir
Stelpurnar skrifa undir

Það voru margir pennar á lofti í síðustu viku því leikmenn meistaraflokks kvenna hjá Völsungi skrifuðu undir samninga við félagið. Alls þrettán stelpur skrifuðu undir og flestar til tveggja ára en aðrar til eins árs. Leikmennirnir sem skrifuðu undir voru Harpa Ásgeirsdóttir, Helga Björk Heiðarsdóttir, Heiðdís Hafþórsdóttir, Anna Halldóra Ágústsdóttir, Ásrún Ósk Einarsdóttir, Jóney Ósk Sigurjónsdóttir, Anna Jónína Valgeirsdóttir, Anna Guðrún Sveinsdóttir, Þórunn Birna Jónsdóttir, Elma Rún Þráinsdóttir, Ruth Ragnarsdóttir, Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir og Kristín Lára Björnsdóttir.

helga
                                      Helga Björk Heiðarsdóttir ritar á samninginn.

heiddis
                           Sömuleiðis Heiðdís Hafþórsdóttir frænka hennar

Það er mikil stemning í hópnum hjá stelpunum og ætla þær sér langt í sumar. Liðið spilaði vel á undirbúningstímabilinu og sem dæmi fóru þær alla leið í undanúrslit Lengjubikarsins þar sem stelpurnar voru slegnar út í framlengingu gegn sterku liði skagamanna. Íslandsmótið hófst svo hjá þeim um liðna helgi er þær töpuðu gegn Fram í Úlfarsárdal en næsti leikur þeirra er á miðvikudag í bikarnum gegn Hetti á útivelli og þar ætla þær vonandi að sýna sitt rétta andlit.

skrift1
                    Anna Guðrún, Þórunn, Elma, Anna Jónína og Jóney Ósk

Jóhann Rúnar Pálsson, þjálfari liðsins, var vissulega ánægður að undirskrift lokinni og mátti auðveldlega lesa gleði í augum hans yfir tryggðinni sem stúlkurnar hafa nú sýnt honum og félaginu með samningsgerðinni.

„Þetta auðvitað skiptir okkur máli að þær séu tilbúnar að taka á sig ákveðna skuldbindingu eitt eða tvö ár fram í tímann því við horfum á þetta sem framtíðarverkefni. Við erum líka að fá upp núna alveg gríðarlega efnilegar stelpur sem verða tilbúnar næsta sumar. Við hugsum þetta sumar núna sem svona uppbyggingar sumar og svo keyrum við allt á fullt næsta sumar. Við förum auðvitað eins langt og við getum núna og gerum okkar besta," sagði Jóhann ákveðinn en hann er bjartsýnn fyrir sumrinu þó þekkingin á mótherjunum sé af skornum skammti.

skrift2
                                      Sigrún Lilja, Kristín Lára og Ruth

„Ég er tiltöllega bjartsýnn en ég þekki í rauninni ekki neitt til hinna liðanna sem við erum að fara spila við. En ég horfi á allt sem slíkt að þetta sé bara gaman af því að það er gaman að spila fótbolta," bætti Jói við og brosti að lokum.

asrun

„Þetta er skuldbinding við félagið sem sýnir tryggð og við viljum hjálpa félaginu að komast aftur á rétta braut eftir í raun tvö metnaðarlaus tímabil," sagði Ásrún Ósk Einarsdóttir eftir undirskriftina en fréttaritari ræddi við hana og fyrirliða liðsins Hörpu Ásgeirsdóttir sem segir stemninguna góða í hópnum.

harpa

„Nú er þetta byrjað og það leggst mjög vel í okkur. Eftir mjög góða spilamennsku í Lengjubikarnum þá held ég að liðið sé bara klárt fyrir Íslandsmótið og að sjálfsögðu ætlum við okkur ekkert annað en sigur í öllum leikjum. Það er góð stemning á æfingum og hópurinn er vel þjappaður saman svo við erum klárar í þetta. Við mætum fullar sjálfstrausts inn í leikina og gefum ekkert," sagði Harpa fyrirliði einbeitt að lokum.

skrift3


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ