Félagsmálaráđherra styrkti forvarnarverkefni ungra knattspyrnuiđkendaAlmennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 577 - Athugasemdir ( )
Eins og kom fram á 640.is á dögunum var Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra í embættiserindum hér á Húsavík þar sem hann mundaði m.a. penna og stunguspaða. Við það tækifæri settu foreldrar barna í forvarnarverkefni á vegum Íþróttafélagsins Völsungs í samband við Árna Pál og báru upp ósk um styrk við verkefnið.
Árni Páll, sem er vel meðvitaður um mikilvægi íþrótta, hollrar hreyfingar og forvarna, hafði heyrt af forvarnarverkefni Völsunga og var mjög hrifinn af verkefninu sem og annarri forvarnarvinnu íþróttafélagsins.
Ráðherrann tók því erindinu vel og ákvað að styrkja forvarnarverkefnið um kr.
100.000. hann sagði að því tilefni: „Það er mér ánægja að geta stuðlað að vexti þessa merka samstarfs barna,
foreldra og íþróttafélagsins Völsungs. Markmið verkefnisins eru metnaðarfull og ég hef haft spurnir af afbragðs árangri þess".
Sagði Árni Páll en verkefnið nær til 3. flokks drengja og stúlkna í knattspyrnu.
Að sögn Ágúst Óskarssonar, sem var einn
foreldranna, fylgdu með styrknum baráttukveðjur frá ráðherranum til Íþróttafélagsins Völsungs og íbúa í
Norðurþingi og sérstök kveðja ásamt hvatningu til þeirra unglinga sem eru aðilar að forvarnarverkefninu (gegn áfengis og tóbaksnotkun og
heit um virkni í íþróttinni).
Athugasemdir