Enn eitt jafntefliđ hjá Völsungum.Íţróttir - - Lestrar 208 - Athugasemdir ( )
Það var fallegt veðrið þegar Völsungar tóku á móti Hamri frá Hveragerði á Húsavíkurvelli í dag, sól skein í heiði og smá gola með því. Leikurinn var rólegur lengst framan af og lítið var um færi þar til síðustu 10 mínútur leiksins.
Í hćgagangi hófst leikurinn um klukkan 13:00 en fyrir utan sitt hvort langskotiđ hjá liđunum var lítiđ um ađ vera ţar til Hallgrímur Mar Steingrímsson skorađi um miđjan hálfleikinn. Guđmundur Óli bróđir hans átti ţá góđa sendingu af miđjunni út til vinstri ţar sem Davíđ Ţórólfsson spyrnti boltanum upp í horniđ. Hallgrímur náđi til knattarins á undan varnarmanni, lék á hann og skot frá vítateigshorninu. Boltinn hafđi örlitla viđkomu í varnarmanni og lyftist ţví í skemmtilegum boga yfir markmannin og ofarlega í markhorniđ fjćr. Hallgrímur fagnađi vel en sleppti ţó Jónasarbolnum frćga.
Miđjuţófiđ hélt áfram og ekkert benti til ţess ađ úr leiknum myndi rćtast. Á 37.mínútu fengu Hamarsmenn aukaspyrnu úti á kanti sem sparkađ var inn í teig. Boltinn fékk ađ fljóta í gegn og á miđjan markteiginn var mćttur Haukur Sigurjón Kristjánsson sem klárađi auđveldlega. 1-1 stađan og liđin héldu miđjuţófinu áfram. Bjarki Baldvinsson vann ţó boltann virkilega vel međ skriđtćklingu, stóđ upp og átti flotta fyrirgjöf á nćr ţar sem Elfar Árni átti skot sem var variđ en markmađurinn gerđi mjög vel í ţví ađ koma út. Guđmundur Óli Steingrímsson átti síđan hćttulegt skot rétt yfir markiđ á síđustu mínútu fyrri hálfleiksins.
Í byrjun síđari hálfleiks fengu heimamenn aukaspyrnu á hćttulegum stađ sem Hallgrímur setti rétt yfir slánna. Nokkru síđar, á 73.mínútu nánar tiltekiđ, fengu ţeir ađra og ákvađ Guđmundur Óli ađ sýna bróđur sínum hvernig Hamarsmenn fóru ađ pressa meira á Völsunga og meiri harka fór ađ fćrast í leikinn. Arfaslakur dómari leiksins virtist ađeins hafa gula spjaldiđ međferđis en hann spjaldađi Dalibor Lazic tvisvar sinnum međ ţví gula, en aldrei ţví rauđa. Á 82.mínútu sćkir Hamar og ţađ kemur fyrirgjöf frá vinstri sem Sreten Djurovic missir klaufalega af. Dalibor Lazic fćr boltann á fjćrstöng og klárar mjög vel í horniđ. 2-2 stađan orđin og virtist sem botnbaráttan yrđi ađeins harđari.
Ingvar Örn dómari virtist svo endanlega missa tökin á 91.mínútu. Ţá kemur Kristján Gunnar fyrirliđi Völsunga fyrir framan eigin teig og rennir sér í boltann og sparkar honum frá. Ivan Milenkovic kemur ţá alltof seint á siglingunni og sparkar af öllu afli í fćturnar á Kristjáni og svífur yfir hann. Á einhvern óskiljanlegan hátt dćmir Ingvar Örn aukaspyrnu á Kristján Gunnar og gefur honum spjald!!! Úr aukaspyrnunni skorađi svo Dalibor Lazic en ţá var komiđ á 94.mínútu en tafir urđu međan hlúiđ var ađ meiđslum Kristjáns.
Brjálađir Völsungar gáfust ekki upp og fóru ađ sćkja. Elfar Árni fékk háa sendingu inn á teig ţar sem keyrt var inn í bakiđ á honum og hann féll viđ. Völsungar vildu vítaspyrnu en Ingvar dómari dćmdi aukaspyrnu fyrir utan teig. Brćđurnir Guđmundur og Hallgrímur stóđu enn saman viđ boltann og Guđmundur ákvađ ađ sýna ţeim yngri ađ ţađ mćtti alveg taka ţćr fastar líka. Hann hamrađi boltann í gegnum vegginn og beint í vinstra horniđ og jafnađi leikinn í 3-3 á 98.mínútu! Alveg ćfur markmađur Hvergerđinga óđ í átt ađ línuverđi og kvartađi undan einhverju sem undirritađur veit ekki hvađ var. Hann uppskar ţó lítiđ annađ en gult spjald. Gestirnir tóku miđju og flautađ var til leiksloka.
3-3 niđurstađan í leik sem var hundleiđinlegur ţar til á 80.mínútu en ţá fyrst virtist sem blóđ rynni í ćđum leikmanna. Uppúr leiknum stóđu aukaspyrnumörkin ţrjú sem öll voru falleg. Ekki hćkkađi dómaratríóiđ standardinn á leiknum en ţeir virtust engan veginn tilbúnir í leikinn og áttu oft á tíđum virkilega óskiljanlegar ákvarđanir sem féllu á báđa bóga.
Hrannar Björn og Hallgrímur Mar fagna hér međ bróđur sínum Guđmundi Óla eftir ađ hann jafnađi leikinn í blálokin. Kristján Gunnar fyrirliđi Óskarsson.
Athugasemdir