02. maí
Emmessís styrkir meistaraflokka völsungsÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 375 - Athugasemdir ( )
Meistaraflokkar Völsungs í knattspyrnu og Emmessís hafa skrifað undir samstarfssamning sem mun gilda frá 1. maí til 30. september 2011. Í samningnum kemur fram að Völsungur fái 6% af allri sölu Emmessís á Húsavík á tímabili samningsins. Völsungar hvetja því Húsvíkinga að vera duglega í Emmessísnum í sumar. Söluaðilar Emmessís á Húsavík eru N1, Kaskó og Úrval. Það var markaðsstjóri Emmessís, húsvíkingurinn og fyrrverandi leikmaður Völsungs, Leifur Grímsson sem undirritaði samninginn ásamt Jóni Höskuldssyni, formanni knattspyrnuráðs Völsungs.
Athugasemdir