Elías Frímann Sparisjóđsmeistari

Síđasta laugardagskvöld hélt Skotfélag Húsavíkur miđnćturmót, svokallađ Sparisjóđsmót, á skotvelli félagsins viđ Húsavíkurfjall. Til leiks mćttu

Elías Frímann Sparisjóđsmeistari
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 396 - Athugasemdir ()

Sigdór, meistarinn Elías og Kiddi Lú.
Sigdór, meistarinn Elías og Kiddi Lú.

Síðasta laugardagskvöld hélt Skotfélag Húsavíkur miðnæturmót, svokallað Sparisjóðsmót, á skotvelli félagsins við Húsavíkurfjall. Til leiks mættu þrettán keppendur og þar af einn frá Akureyri. Veðrið lék við skotmenn og gesti þeirra þetta kvöld og góð stemming á mótinu.

 

Keppnin var jöfn og spennandi og að lokum stóð formaður félagsins uppi sem Sparisjóðsmeistari. Elías Frímann heitir hann og háði hann harða baráttu við Sigdór Jósefsson sem varð annar. Í þriðja sæti varð svo Kristinn Lúðvíksson. Einnig var keppt í unglingaflokki í fyrsta skipti og mættu tveir keppendur til leiks.

 

Skotfélag Húsavíkur vill koma þaklæti til Sparisjóðs Suður Þingeyinga fyrir stuðninginn á þessu móti

En þetta er ekki eina mótið sem skotmenn félagsins hafa tekið þátt í að undanförnu.Fjórir menn  fóru á STÍ mót sem haldið var af Skotfélagi Akureyrar og stóð mótið yfir helgina 19-20 júní. Leikar fóru þannig hjá húsvíkingunum að Sigdór Jósefsson varð í 1.sæti í 2.flokki, Ómar varð í 3.sæti í 2.flokki og  Elías Frímann hafnaði í 4.sæti í 2.flokki. Kristinn Lúðvíksson keppti í unglingaflokki og varð í 2.sæti.

Þá fóru þrír keppendur á vegum Skotfélags Húsavíkur á miðnæturmót í Sporting sl. föstudagskvöld. Sporting er tiltölulega ný skotgrein á Íslandi og fór mótið fram á Akureyri. Leikar fóru þannig að Sigdór Jósefson varð í 3.sæti en Elías Frímann og Ómar Örm eitthvað aftar. Að sögn Ómars hafa keppnismenn Skotfélags Húsavíkur ekki æft þessa grein svo þetta verður að teljast viðunandi árangur. Þess má geta að keppt var í þessu á landsmóti UMFÍ 2009  og þar náði Elías Frímann að verða landsmótsmeistari.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ