Elfar rni fir me slands- og bikarmeisturum KRrttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 439 - Athugasemdir ( )
Fótboltavefsíðan fótbolti.net greinir frá því í dag að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Völsungs, æfi þessa dagana með Íslands og bikarmeisturum KR.
Elfar Árni hefur verið lykilmaður í liði Völsungs undanfarin ár en hann var fyrirliði liðsins síðari hlutann í sumar og
þá var hann valinn í lið ársins í annarri deildinni í vali þjálfara og fyrirliða.
Þessi 21 árs gamli leikmaður verður samningslaus um áramótin og mörg félög í Pepsi-deildinni og fyrstu deildinni hafa sýnt honum
áhuga.
Í haust æfði Elfar Árni með Breiðabliki og fyrir helgi hóf hann síðan æfingar hjá KR-ingum.
Elfar Árni skoraði þrettán mörk í 22 leikjum í annarri deildinni í sumar en hann lék bæði frammi hjá Völsungi sem og
framarlega á miðjunni.
Samtals hefur Elfar Árni skorað 39 mörk með Völsungi síðan hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2006. (fotbolti.net)
Athugasemdir