Einu skrefi frá fyrstu deildÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 457 - Athugasemdir ( )
Nú er komið að síðasta heimaleik sumarsins hjá Völsungunum okkar en þeir mæta ÍH frá Hafnarfirði á Húsavíkurvelli um helgina. Strákarnir hafa fundið sitt rétta form og óhætt að segja að spilamennska liðsins undandarið hafi verið frábær. Völsungur hefur hirt átján stig í röð en síðustu sex leikirhafa allir sigrast og liðið hefur unnið átta af síðustu níu leikjum. Það hefur verið góð viðbót við hópinn að fá nýju leikmennina inn en þeir hafa svo sannarlega tekið þetta upp á næsta stig. Liðið sem við höfum verið að sjá inn á vellinum seinni hluta sumarsins er óneitanlega liðið sem allir vildu sjá strax í fyrsta leik en mikilvægast er þó að núna sjá strákarnir að þetta er hægt og þessi hópur getur farið upp úr þessari deild á næsta ári ef áhugi er fyrir hendi.
Því miður þá tryggði BÍ/Bolungarvík sér sæti í 1.deild að ári ásamt Víking Ólafsvík með sigri um síðustu helgi og þar með vonin orðin að engu hjá Völsungi um sæti í fyrstu deild. Við höldum þó ótrauðir áfram og stefnum á að tryggja okkur 3.sætið í deildinni með sigri um helgina. Liðið hefur farið vaxandi eftir því sem liðið hefur á tímabilið og sýnt styrk sinn og mátt. Samkeppni um sæti í liðinu verður æ harðari og þótt það sé fúlt að sitja hjá þegar fyrstu ellefu eru valdir þá halda þeir sem sitja á bekknum hinum á tánum með því að leggja sig alla fram á æfingum og í þeim leikjum sem þeir spila.
Við sögðum fyrir nokkrum vikum að við höfðum fulla trú á því að strákarnir gætu sigrað alla þá leiki sem eftir væru og við stöndum við það. Leikmenn hafa sýnt það að þeir eru sigurvegarar og miðað við byrjunina í sumar er 3.sætið fínn árangur til þess að byggja ofan á. Fólk má ekki gleyma því aðvið erum nýliðar í þessari deild en liðið var að koma upp úr neðstu deild eða þriðju deildinni og getum við sætt okkur við bronsið eftir sumarið. Kannski pínu súrir á svip en það sem skiptir öllu er að við vitum að þetta er hægt og síðasta sumar liðsins í þessari deild verður næsta sumar ef haldið verður rétt utan um hlutina og allir verði klárir í verkefnið. Völsungur er einu skrefi frá fyrstu deild og á næsta ári tökum við þetta eina skref og jafnvel annað til viðbótar. Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn um helgina því þetta er síðasti séns til að sjá liðið spila heima í sumar og frábært gengi liðsins undanfarið ætti varla að fæla fólk frá vellinum.
Við óskum þess að strákarnir mæti dýrvitlausir til leiks gegn ÍH á laugardaginn, hefni fyrir stigin sem við töpuðum gegn þeim fyrr í sumar og tryggi okkur 3.sætið með sigri. Enn fremur óskum við þess að sest verði niður með strákunum um leið og tímabili lýkur, ef ekki fyrr og rætt sé við þá um hvort ekki sé áhugi fyrir því að vera áfram á Húsavík og koma Völsungi upp í 1.deild að ári, því að þar á þessi hópur svo sannarlega heima.
Áfram Völsungur
Ingvar Björn Guðlaugsson & Rafnar Orri Gunnarsson
- ritstjórar www.123.is/volsungur
Athugasemdir