Dragan: Verum a lra af essu

,,etta var mjg slm frammistaa hj okkur og slakur leikur kvld. g veit ekki hva gerist en gr fingu sst a vi mundum kannski eiga slakan

Dragan: Verum a lra af essu
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 640 - Athugasemdir ()

Dragan Stojanovic
Dragan Stojanovic

,,Þetta var mjög slæm frammistaða hjá okkur og slakur leikur í kvöld. Ég veit ekki hvað gerðist en í gær á æfingu sást að við mundum kannski eiga slakan leik því yfirleitt er það þannig í fótbolta að þegar að liðið tekur síðustu æfingu fyrir leik þá er hægt að sjá og finna alveg hvernig við verðum daginn eftir," sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Völsungs, eftir 2-1 tap gegn Dalvík/Reyni í 17.umferð deildarinnar en strákarnir voru ekki búnir að tapa leik í níu umferðir fyrir þennan leik.

,,Ég myndi segja 90% getur maður séð hvernig við mætum í leikinn. En þetta er einfalt við vorum mjög slakir í kvöld,"
bætti Dragan við.

,,Ég er mjög svekktur út í strákanna í dag en þeir eru búnir að spila mjög vel í nánast allt sumar og ég hef sagt þeim það þegar að svo er og hrósað vel fyrir það en í kvöld var þetta mjög slæm frammistaða hjá okkur. Það er ekki margt jákvætt sem við getum tekið úr þessum leik."

,,Ég er svekktur því ég undirbjó liðið vel fyrir þennan leik og var búinn að útskýra fyrir þeim hvernig þeir mundu spila á móti okkur, föst leikatriði og búinn að segja allt sem dæmi ekki gefa ódýra aukaspyrnu fyrir utan teiginn. En ekkert gerðist hjá okkur og við gefum þeim ansi ódýr mörk," sagði þjálfarinn svekktur í leikslok.

,,Við náðum þó að skapa tvö til þrjú góð færi í kvöld og markmaðurinn þeirra varði vel en þetta er þannig í fótbolta að ef maður stendur sig ekki og mætir ekki á fullu klár í leikinn þá fer þetta svona. Við getum ekki verið að klára alla leiki á lokamínútunni eða 95 mínútu," segir Dragan en næsti leikur liðsins er toppslagur gegn KV á Húsavíkurvelli um næstu helgi.

,,Það er komin svolítið mikil pressa á okkur núna, skemmtileg pressa og kominn þéttur pakki aftur á toppinn líkt og var fyrir mánuði síðan. Við verðum bara að gleyma þessum leik, skilja hann eftir og horfa fram á við. Þetta er pressa en þetta er gaman, við komum okkur sjálfir í þessa stöðu og við viljum vera undir pressu og taka þátt í toppbaráttunni. Við eigum nógu gott lið til þess að vinna KV og við vitum það allir en ef við spilum eins og í kvöld þá getum við líka auðveldlega tapað. Ég sem þjálfari og strákarnir verðum að læra af þessu og munum gera allt til þess að vinna næsta leik, það er á hreinu," sagði Dragan Stojanovic að lokum.

dragan

Tengdar greinar:
Umfjöllun: Lífsmarkslausir á Dalvíkurvelli


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr