Dragan: Ţetta var snilld, algjör snilld

„Bara frábćrt og mér líđur mjög vel, ţetta var snilld, algjör snilld," voru fyrstu orđ Dragans Stojanovic, ţjálfara Völsungs, eftir dramatískan sigur á

Dragan: Ţetta var snilld, algjör snilld
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 591 - Athugasemdir ()

Dragan gat brosađ eftir leikinn
Dragan gat brosađ eftir leikinn

„Bara frábært og mér líður mjög vel, þetta var snilld, algjör snilld," voru fyrstu orð Dragans Stojanovic, þjálfara Völsungs, eftir dramatískan sigur á móti Fjarðabyggð í gær er Gunni Siggi tryggði öll stigin á lokasekúndum leiksins.

„Þetta var mjög jafn leikur og hefði getað dottið báðu megin en þetta féll með okkur í dag og ég er mjög ánægður núna," sagði Dragan en hvað fannst honum um rauða spjaldið sem að Jóhannes dómari leiksins otaði framan í Arnþór ?

„Þetta átti aldrei að vera rautt spjald. Arnþór sparkaði fyrst í boltann og fór kannski í markmanninn á eftir en þetta átti aldrei að vera rautt. Líka það að hann var kominn með gult spjald og dómarinn verður að hugsa um allt svoleiðis líka," segir Dragan en hann fékk einnig að líta rauða spjaldið í leiknum stuttu eftir að Arnþór var sendur í sturtu.

„Ég var pínu æstur yfir því að minn leikmaður fengi óverðskuldað rautt spjald og ég kallaði á dómarann og hann kom og talaði við mig. Eðlilega var ég ekki sáttur við þetta rauða spjald en þetta var mikil spenna líka hjá okkur, við vissum fyrir leik að sigur myndi gefa okkur annað sætið og þá auðvitað verður maður að vera lifandi út við línu líka," sagði Dragan

„Ég var ekkert orðinn stressaður þarna fyrir utan völlinn en svo kom markið í uppbótartíma og við lönduðum mjög mikilvægum og sætum sigri," sagði þjálfarinn ánægður að lokum.

Dragan

Tengdar greinar:
Umfjöllun: Kletturinn hetja Völsungs á Eskifirði

Gunni Siggi: Mjög góð tilfinning að sjá boltann í netinu

Arnþór: Þetta var glórulaust


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ