Dragan: Ţađ getur allt gerst í fótbolta

„Ég er mjög ósáttur viđ úrslitin í ţessum leik. Eftir svona seinni hálfleik ţá er erfitt ađ sćtta sig viđ ţessar lokatölur, viđ áttum meira skiliđ úr

Dragan: Ţađ getur allt gerst í fótbolta
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 474 - Athugasemdir ()

Dragan
Dragan

„Ég er mjög ósáttur við úrslitin í þessum leik. Eftir svona seinni hálfleik þá er erfitt að sætta sig við þessar lokatölur, við áttum meira skilið úr þessum leik," sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Völsungs, eftir ósigurinn í Vesturbænum en Völsungur beið lægri hlut, 2-1, fyrir KV.

„Þetta er mjög svekkjandi en svona er fótboltinn. Við erum alls ekki verra lið en þetta KV lið en stundum er þetta svona og fótbolti er ekki alltaf sanngjarn eins og var í dag," sagði Dragan virkilega svekktur en Dejan varði tvö víti í leiknum sem og liðið átti tvo sláarskot í síðari hálfleiknum.

„Fyrri hálfleikur var ekki góður hjá okkur. Við vorum alltof langt frá mönnunum, spiluðum ekki vel og fengum tvö mörk á okkur. Við töluðum svo betur saman í hálfleik og seinni hálfleikur var mun betri þar sem strákarnir mættu aftur út klárir í þetta og ég var ánægður með síðari hlutann," sagði Dragan en liðið mætir KFR á heimavelli í næstu umferð þar sem þjálfarinn telur ljóst að allir verða klárir að taka þrjú stig þar.

„Það getur allt gerst í fótbolta eins og við sáum í dag en það er engin spurning hvað við ætlum að gera í næsta leik, það eru bara þrjú stig og ekkert annað. Menn verða klárir fyrir þann leik það er engin spurning. Ég ætla að vona það að strákarnir séu orðnir hungraðir í að sigra aftur og ég sá það eftir leikinn í dag að þeir voru virkilega svekktir. Ég veit að þeir mæta klárir og tilbúnir í næsta leik," sagði Dragan að lokum.

1
                                    Dragan Stojanovic, þjálfari Völsungs.

Tengdar greinar:
Ásgeir: Vorum virkilega óheppnir

Umfjöllun: Súludans í Vesturbænum


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ