Dragan: Sanngjrn rslit

g held a etta hafi bara veri sanngjrn rslit. Seinni hlfleikur var ekki alveg ngu gur hj okkur, miki af klingum og svona en g skil alveg

Dragan: Sanngjrn rslit
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 526 - Athugasemdir ()

Dragan Stojanovic
Dragan Stojanovic

„Ég held að þetta hafi bara verið sanngjörn úrslit. Seinni hálfleikur var ekki alveg nógu góður hjá okkur, mikið af kýlingum og svona en ég skil alveg strákanna okkar. Það var leikur á föstudaginn, strax aftur á þriðjudaginn og svo núna aftur í dag. Langt ferðalag og ég er bara ánægður með þetta stig," sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Völsungs, eftir jafnteflið við Njarðvík í dag.

„Njarðvíkingar eru vel spilandi og bara með flott lið. Auðvitað er svekkjandi að ná ekki að halda forystunni því við komumst tvisvar yfir í leiknum og við nánast gáfum bæði þessi mörk en á móti skorum við tvö alveg glæsileg mörk eftir frábært spil," sagði Dragan en hvað segir hann um vítaspyrnudóminn?

„Ég veit það ekki og get ekki dæmt um það, ég sá þetta ekki nógu vel. En strákarnir áttu að vera löngu búnir að stoppa þennan leikmann og vera löngu búnir að brjóta á honum fyrir utan teig, ekki inn í teig," sagði Dragan.

„Við getum alveg verið ánægðir með þetta stig, þeir fengu fín færi og hefðu getað skorað mörk í seinni hálfleik en á síðustu fimm mínútunum vorum við miklu hættulegri. Við hefðum alveg getað sett þriðja markið," sagði Dragan en var hann farinn að bíða eftir því að við myndum klára þetta þriðja leikinn í röð á dramatískan hátt í uppbótartíma?

„Ég hugsaði það en það hefði kannski verið alltof mikið ef við hefðum klárað þetta enn eina ferðina í uppbótartíma. Ég hefði ekkert neitað því að taka þrjú stigin en ég er mjög ánægður í dag með þetta stig," sagði þjálfarinn en næsta verkefni er KF á fimmtudaginn þegar strákarnir leggja leið sína til Ólafsfjarðar.

„Þetta verður hörkuleikur á móti KF og ekki mikill tími til að undirbúa okkar fyrir þann leik en við ætlum að taka okkur frí í tvo daga núna, hvíla okkur og jafna okkur svo förum við til Ólafsfjarðar og klárum þann leik með sigri," sagði Dragan að lokum.

Tengdar greinar:
Hafþór Mar: Var kominn tími á að maður byrjaði að gera eitthvað

Umfjöllun: Hvítklæddir tóku stig á Njarðtaksvelli


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr