Dragan búinn ađ framlengja til 2015 - Marko áfram hjá Völsungi

Dragan Stojanovic, ţjálfari Völsungs, er búinn ađ framlengja samning sinn viđ Völsung til ársins 2015 en Dragan gerđi liđiđ ađ meisturum 2.deildar á sínu

Dragan búinn ađ framlengja til 2015 - Marko áfram hjá Völsungi
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 755 - Athugasemdir ()

Dragan & Marko
Dragan & Marko

Dragan Stojanovic, þjálfari Völsungs, er búinn að framlengja samning sinn við Völsung til ársins 2015 en Dragan gerði liðið að meisturum 2.deildar á sínu fyrsta ári.

Þjálfarinn var mjög ánægður eftir undirskriftina og hlakkar mikið til komandi verkefna.

Nú er komið að undirbúningstímabilinu sem er alltaf langt og strangt en í vor mæta Völsungar loks til leiks á ný í 1.deild karla.

,,Hér á Húsavík líður mér vel og líkar mjög vel við fólkið í bænum. Ég vill halda áfram að vinna og þróa liðið á næstu árum. Framlenging á samningi mínum segir það að ég hef mikla trú á verkefninu og samstarf mitt við stjórn og leikmenn félagsins verið gott. Græni Herinn umfjöllunarteymið okkar er líka að skapa eina flottustu umgjörð landsins í kringum liðið sem ég er ánægður með og þannig á þetta að vera," sagði Dragan Stojanovic eftir að hafa skrifað undir samninginn.

dragan

,,Þetta er spennandi tímabil sem er framundan og þetta verður erfitt en ég hef fulla trú á liðinu og við ætlum okkur að sýna að við eigum fullt erindi í þessa deild. Ég er mjög spenntur og ég veit að strákarnir eru það líka," bætti Dragan við en hvað er að frétta af leikmannamálum?

,,Ég er ánægður með hópinn og leikmennina sem að eru hér fyrir en við þurfum aðeins að styrkja okkur enda komnir í enn betri deild. Við sjáum til, þetta kemur í ljós en Marko Blagojevic er búinn að skrifa undir og mun leika áfram með liðinu á næstu leiktíð sem er mjög jákvætt fyrir okkur enda spilaði hann frábærlega á síðasta tímabili," sagði þjálfarinn en Marko var til að mynda kosinn Besti leikmaður ársins að mati Heimabakarís á lokahófi Völsungs og valinn í lið ársins í 2.deild hjá fotbolti.net

Við óskum Dragan til hamingju með nýja samninginn og óskir um gott gengi og samstarf á komandi árum.

1


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ