Dragan: tlum a fagna aeins kvld en gleymum essum leik strax morgunrttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 717 - Athugasemdir ( )
„Þetta er mjög gaman, erfitt en mjög gaman. Við skoruðum snemma sem var mikilvægt og ég er virkilega
ánægður með það að við héldum markinu hreinu," sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Völsungs, eftir fyrsta deildarleik sumarsins
en Völsungur sigraði KF, 1-0, í Boganum í dag.
„Fyrst og fremst ánægður með að leikskipulagið gekk upp hjá okkur og þetta er í raun fyrsta skipti síðan ég tók
við liðinu sem að það gengur fullkomnlega upp hjá okkur, mjög jákvætt," bætti Dragan við ánægður með öll
þrjú stigin.
„Strákarnir spiluðu allir saman sem lið í dag. Það var barátta, það var gleði og það var allskonar. Nýju leikmennirnir
koma vel út, bæði Marko og Dejan og þetta er mjög fín byrjun á tímabilinu. En þetta er bara fyrsti leikur og aðeins byrjunin. Við
ætlum að fagna aðeins í kvöld en gleymum þessum leik strax á morgun og byrjum að einbeita okkur að næsta verkefni," sagði Dragan að
lokum með einbeittur en sáttur á svip.
Dragan Stojanovic ásamt syni sínum fyrir sigurleikinn í dag
Tengdar greinar:
Umfjöllun:
Völsungsdrengir hirtu öll stigin í fyrsta deildarleik sumarsins
Ásgeir Sigurgeirsson: Hann getur kennt manni eitthvað en ég honum líka
Athugasemdir