Dragan ađ ljúka Uefa Pro ţjálfaragráđunni

Dragan Stojanovic, ţjálfari Völsungs, er á leiđ til Nyon í Sviss ţar sem hann mun ljúka viđ ţjálfaranám sitt og taka lokastigiđ eđa Uefa Pro gráđuna.

Dragan ađ ljúka Uefa Pro ţjálfaragráđunni
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 499 - Athugasemdir ()

Dragan Stojanovic
Dragan Stojanovic

Dragan Stojanovic, þjálfari Völsungs, er á leið til Nyon í Sviss þar sem hann mun ljúka við þjálfaranám sitt og taka lokastigið eða Uefa Pro gráðuna. Fréttaritari náði í skottið á honum rétt fyrir æfingu liðsins í dag en þeir voru á leið fram á Lauga þar sem æfing dagsins fór fram. Hann segist fullur tilhlökkunar og spenntur fyrir því að stíga þetta lokaskref.

"Ég flýg út til Nyon í Sviss á sunnudaginn eftir bikarleikinn við Dalvík/Reyni og mun dvelja þar í viku. Þetta verður mjög áhugavert og skemmtilegt, verður gaman að sjá aðstöðuna þarna hjá Uefa og það mæta þarna stórir þjálfarar sem að taka á móti okkur og jafnvel Platini sjálfur. Þetta verður mjög gaman og skemmtileg vika," sagði Dragan spenntur fyrir þessu lokaskrefi í menntun sinni sem þjálfari.

"Við verðum fyrir hádegi inni á töflufundum og förum þar yfir allskonar kerfi, skoðum hvernig bestu liðin í heiminum í dag eru að spila og skipuleggja sinn leik. Svo eftir hádegi er farið út á völl þar sem við förum yfir þetta líka," bætti Dragan við.

drag1
"Þetta er hæsta gráða sem þú getur tekið í þjálfaramenntun og mig langar að fara þarna, læra meira og verða betri þjálfari. Auðvitað er það eins með þjálfara og leikmenn, það vilja allir fara alla leið og komast eins langt og mögulegt er í þessum bransa. Þetta gefur mér kost á að þjálfa hvaða lið sem er og í hvaða deild sem er í heiminum. Ég er bara mjög spenntur og hlakka mikið til," sagði Draga metnaðarfullur á svip.

Fyrsti leikur Dragan sem þjálfari Völsungs er á sunnudaginn er liðið mætir Dalvík/Reyni í Bikarkeppni KSÍ. Nokkrir leikmenn eru fjarverandi bæði vegna meiðsla og leikbanna en hann segir sína menn vera klára.

"Leikurinn leggst vel í mig, ég hlakka mikið til þess að stýra fyrsta leiknum og byrja þetta sumar. Ég vona að leikurinn verði skemmtilegur þó svo að það vanti nokkra leikmenn í liðið en ég er ánægður með þennan hóp sem mætir Dalvík/Reyni um helgina og við erum klárir," sagði Dragan að lokum.

Við óskum Dragan góðs gengis þarna úti og sömuleiðis hvetjum við alla til að mæta á leikinn á sunnudaginn og styðja strákanna en hann hefst kl.12 á hádegi og fer fram á Dalvíkurvelli.

drag2


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ