Donni fer til ćfinga hjá Víkingi í StavangerÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 520 - Athugasemdir ( )
Eins og kom fram á 640.is í vor héldu tveir ungir Völsungar til Svíþjóðar það sem þeir æfðu með unglingaliði AIK. Einn Völsungur til verður á faraldsfæti erlendis í júní en þá fer Halldór Geir Heiðarsson til æfinga með unglingaliði Víkings frá Stavangri.
Halldór Geir sem jafnan er kallaður Donni verður við æfingar ytra dagana 8-20 júní en lið Víkings varð Noregsmeistari U-16 ára liða 2009. Donni, sem er 15 ára og á eldra ári í 3. flokki Völsungs, hefur komið við sögu hjá meistaraflokki Völsungs í ár líkt og fleiri jafnaldrar hans hafa gert. Þá hefur hann farið á úrtaksæfingar hjá U-17 ára landsliði Íslands.
Donni á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana því móðurafi hans var Halldór Sigurbjörnsson (Donni) var í gullaldarliði Skagamanna á árum áður. Sonur hans er Sigurður Halldórsson sem gerði garðinn frægann með Skagamönnum og hefur þjálfað Völsung og fleiri lið í gegnum tíðina.Þá voru þeir föðurbræður Donna úr Skálabrekkunni, Kristján og Björn Olgeirssynir, vel liðtækir knattspyrnumenn sem og fleiri í þeirri ætt.
Athugasemdir