Dejan Pesic kominn aftur heim (myndband)

Dejan Pesic markvörđur Völsungs er mćttur til Húsavíkur á nýjan leik og tók fyrstu ćfinguna međ liđinu í kvöld eftir ađ hafa veriđ í Serbíu frá ţví í

Dejan Pesic kominn aftur heim (myndband)
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 767 - Athugasemdir ()

Dejan Pesic er mćttur á víkina
Dejan Pesic er mćttur á víkina

Dejan Pesic markvörður Völsungs er mættur til Húsavíkur á nýjan leik og tók fyrstu æfinguna með liðinu í kvöld eftir að hafa verið í Serbíu frá því í haust. Dejan var verðskuldað valinn besti leikmaður 2. deildar á lokahófi fótbolta.net í lok síðasta sumars auk þess að vera í liði ársins en hann var einnig kosinn bestur á lokahófi Völsungs.

Dejan leyndi ekki gleði sinni yfir því að vera kominn aftur og brosti allan hringinn eftir æfinguna í kvöld.

,,Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur til Húsavíkur og hitta vina mína og leikmennina. Ég vona að við getum unnið enn fleiri sigra á komandi tímabili og verið glaðir. Ég átti góðan tíma úti með fjölskyldunni minni og vinum í afslöppun en núna er ég mættur aftur til æfinga, nálgast þetta sem atvinnumaður og mun æfa vel," sagði Dejan meðal annars í viðtali við Græna Herinn í kvöld en hér fyrir neðan má sjá viðtalið í heild sinni auk myndbrota frá æfingunni.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ