Boban Jovic kominn heim

Boban Jovic eđa kóngurinn eins og viđ köllum hann er kominn “heim” á nýjan leik. Viđ settumst niđur međ honum á dögunum og rćddum viđ hann um tilveruna og

Boban Jovic kominn heim
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 501 - Athugasemdir ()

Boban Jovic
Boban Jovic

Boban Jovic eða kóngurinn eins og við köllum hann er kominn “heim” á nýjan leik. Við settumst niður með honum á dögunum og ræddum við hann um tilveruna og rifjuðum upp gamla góða tíma er hann spilaði sem leikmaður Völsungs. Boban spilaði í grænu treyjunni frá 2001 til 2008 en þá fór hann yfir í Selfoss og skaut þeim upp í úrvalsdeild. Hann sneri svo til baka árið eftir og sigraði 3.deildina með Völsungi sem tapaði ekki deildarleik um sumarið. Hann endaði svo ferilinn með KFR síðasta sumar þar sem hann að venju fór með lið sitt upp um deild og lagði svo skóna á hilluna.

Af hverju er Boban mættur aftur á víkina ?
Af því að ég elska Húsavík. Ég hætti að spila fótbolta eftir síðasta tímabil og Danni hringdi í mig og spurði hvort ég vildi koma hingað og þjálfa 4.flokk ásamt því að vinna í Norðlenska. Eftir fjóra leiki erum við 12 stig, nýr Mourinho.

Hvað er það besta við Húsavík ?
Fólkið. Ég saknaði fólksins héðan þegar að ég var á Selfossi og á Hvolsvelli. Fyrir mér er besta fólkið á Íslandi hér á Húsavík.

Hvernig líst þér á framtíðarleikmenn félagsins ?
Það er margir efnilegar strákar að æfa. Þeir verða að halda áfram að æfa mikið og leggja enn meira á sig ef þeir vilja ná árangri. Þetta verður auðvitað miklu betra þegar að gervigrasið verður komið og þá geta þeir farið að spila meira því ég vill að strákarnir spili fótbolta á æfingum.

Hvað er mikilvægast fyrir leikmann að gera til þess að ná árangri ?
Þú verður að elska fótbolta og hugsa um fótbolta allan daginn, ekki bara á æfingum heldur líka þegar að þú ert heima og bara hvar sem er. Það er ekki nóg að vera bara efnilegur, þú verður alltaf að leggja meira og meira á þig til þess að ná árangri.

Eftirminnilegasti leikur fyrir Völsung ?
Það er klárlega á móti Víking R 2005. Þetta var lokaumferð sumarsins og við vorum 1 stigi fyrir neðan Hauka sem spiluðu gegn KA sama dag. Víkingur komst í 1-0 og við heyrðum svo í kallkefinu á vellinum að staðan væri 0-3 fyrir Haukum þegar 20 mínútur voru eftir. Ég klúðra svo víti tíu mínútum síðar og hugsaði ,,jæja þetta skiptir ekki máli, Haukar eru hvort sem er búnir að vinna KA” sem þýddi að við vorum fallnir. Víkingur skora svo annað markið, mér var skipt útaf þegar það voru örfáar mínútur eftir og fór beint í sturtu. Ég man að ég stóð í sturtunni þegar að Björn Hákon kom inn í klefa eftir leik og byrjaði að blóta eitthvað og svo komu allir hinir á eftir honum sparkandi í töskurnar og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hugsaði hvað er að þessum íslendingum, við unnum ekki en það skiptir ekki máli því Haukar unnu sinn leik. Björn Hákon kom inn í sturtu og ég sagði ,,Hvað er að?”..Hann horfði á mig og sagði ,,KA vann 5-4!!” þannig að ef við hefðum gert jafntefli þá hefðum við ekki fallið. Ég fór úr sturtunni, pakkaði saman og flaug til Serbíu daginn eftir án þess að kveðja Zoran þjálfara, ég gat ekki hugsað mér það. Þetta var skrýtið. Ef ég hefði skorað úr vítinu hefðum við sennilega ekki fallið, þetta var rugl.

Jovic

Bestu minningar á fótboltaferlinum ?
Það var árið 2003. Þetta var besti tíminn fyrir mér, við vorum með mjög gott lið og rústuðum annarri deildinni. Það vissu allir eftir 5-6 leiki að við færum upp. Það var mjög góð stemning í hópnum og þetta var besta árið.

Besta mark fyrir Völsung ?
Það var á móti Fylki í bikarnum, fullur völlur og ég skoraði af 25m færi. Klárlega fallegasta markið mitt. Gleymi líka aldrei þegar ég skoraði mark á Hofsósi á mínu fyrsta ári með Völsungi. Ég fékk boltann í okkar markteig, fór framhjá fimm leikmönnum og komst einn á móti mark- manni, þvældi hann og labbaði með boltann í markið. Ég kallaði þá á Jónas og bað um skiptingu, þetta var annað svona markið mitt í leiknum og Jónas segir hvað er að, hvað er að?? Ég bara æji svona smá stjörnustælar bara og þegar ég kom að bekknum þá byrjaði Jónas að kyssa löppina á mér á fullu og ég vissi ekki hvað var í gangi. Þessu gleymi ég aldrei, Jónas legend.

Bestu samherjar hjá Völsungi ?
Pálmi Rafn var góður en ég held að ég verði að segja Baldur Sigurðsson. Hann var mjög góður og ég elskaði að spila með honum. Hann hlustaði vel og ég held að stundum hafi hann lært af mér á þessum tíma því hann var ungur og spurði mikið og var tilbúinn að læra. Hann var mjög duglegur og hljóp mikið, ég vill ekki hlaupa mikið svo það var mjög gott að spila með honum.

Góð saga frá tíma þínum með Völsungsliðinu ?
Það eru margar góðar sögur en ég gleymi því aldrei þegar að við vorum að keyra suður ég, Nikola og Goran með Grétari Þór. Við stoppuðum á leiðinni og stóðum fyrir utan sjoppuna á Blönduósi, ég talaði ensku við Grétar en Nikola og Goran einungis serbnesku. Það kemur gaur labbandi framhjá okkur með gleraugu og sítt hár alveg rosalegur og Nikola segir við Goran ,,sjáðu þú ert svona ljótur. Ég hef aldrei séð svona ljótan mann, þú ert svona ljótur eins og hann” og lét mörg fleiri ljót orð falla. Maðurinn stoppaði, tók niður gleraugun og sagði ,,Af hverju, ég var bara sofandi og af hverju segiru þetta um mig. Ég veit ekki hvað er að mér, af hverju segiru þetta??”.. þá var hann frá Serbíu. Það voru kannski svona 100 manns frá Serbíu á landinu á þessum tíma og við hittum á einn af þeim. Nikola varð orðlaus og mig langaði helst til að deyja þarna, þetta var hrikalegt.

Hvernig sérðu framtíð félagsins fyrir þér ?
Ég held að þetta sé á réttri leið, þeir eru loksins að gera eitthvað því það er að koma gervigras og það er góður þjálfari með liðið en ég held að Dragan þurfi tíma og geti gert gott lið úr þessu á kannski þremur árum. Ungu strákarnir eiga margt eftir ólært og ég veit ekki hvað þeir ná langt núna. En ég þarf að sjá fleiri leiki og Dragan veit hvað hann er að gera og er vanur að skila góðum úrslitum þar sem hann er að þjálfa. Þessir helvítis útlendingar eru líka góðir og ef þeir halda sama liðinu og vinna með þennan hóp þá geta þeir orðið mjög góðir. Það breytist mikið núna þegar að liðið getur æft á gervigrasi og stórum velli allan veturinn en ekki bara útihlaup í snjónum upp á Botnsvatn og til baka eða eitthvað svoleiðis. Þetta er líka mjög gott fyrir yngri flokkana.

Eitthvað að lokum?
Völsungur je najbolji

Boban

Grein úr Völsungsleikskrá (5.tbl)


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ