13. jl
Bestur 2. deild: Spilai me Vidic og Stankovicrttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 236 - Athugasemdir ( )
- Leikmaður 10. umferðar:
Dejan Pesic (Völsungur)
Dejan Pesic (Völsungur)
,,Þetta var frábær sigur fyrir okkur. Við vorum að spila gegn mjög sterku liði og vorum heppnir í þessum leik,"
sagði Dejan Pesic markvörður Völsungs við Fótbolta.net í gær en hann er leikmaður 10. umferðar í annarri deild karla eftir góða
frammistöðu í 1-0 sigrinum á HK síðastliðinn þriðjudag.
Þessi 35 ára gamli Serbi kom til Völsungs fyrir tímabilið og hann hefur farið á kostum í marki liðsins í sumar og reynst ótrúlegur hvalreki fyrir Húsvíkinga. Pesic hefur gríðarlega mikla reynslu eftir langan atvinnumannaferil en hvað fékk hann til að koma til Íslands?
,,Ég er atvinnumaður í fótbolta og hef spilað í Íran undanfarin fimm ár. Félagaskiptaglugginn var lokaður þar og Dragan þjálfari hafði samband við mig. Ég þekkti hann frá fyrri tíð og hann sagðist vera með ungt lið og spurði hvort ég væri tilbúinn að hjálpa honum. Ég sagði að það væri ekkert mál og ákvað að koma hingað en ég vissi ekkert um Ísland, deildina eða leikmennina áður en ég kom."
Spilaði gegn Barcelona og Real Madrid
Auk þess að spila í Íran þá hefur Dejan leikið í Rúmeníu sem og í heimalandinu þar sem hann spilaði með hinu fornfræga félagi Rauðu Stjörnunni frá 1997-2002.
Þar varð Dejan þrívegis meistari og tvívegis bikarmeistari en hann spilaði með heimsþekktum leikmönnum gegn stærstu liðum heims.
,,Ég spilaði með Nemanja Vidic, Dejan Stankovic og mörgum stórum nöfnum. Við spiluðum oft í Meistaradeildinni og það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni að spila fyrir framan um það bil 100 þúsund manns gegn Barcelona og Real Madrid. Við töpuðum 3-1 gegn Barcelona á útivelli og gerðum 1-1 jafntefli í Belgrad."
Áhorfendatölurnar í annarri deildinni á Íslandi eru langt frá því að vera þær sömu í Meistaradeildinni en Pesic er þó lítið að velta samanburðinum fyrir sér.
,,Ég hugsa í alvörunni ekki um það. Ég er 35 ára gamall og þó að ég hafi spilað í stórum löndum og á móti þekktum liðum þá hugsa ég ekki um það. Ég hugsa bara um fótboltann hérna."
Völsungur hefur komið skemmtilega á óvart í annarri deildinni í sumar en liðið er í öðru sæti deildarinnar að loknum tíu umferðum. Pesic á stóran þátt í árangrinum.
,,Við erum auðvitað ánægðir. Við erum með virkilega ungt lið, flestir leikmenn eru 16 og 17 ára gamlir og þeir hafa ekki mikla reynslu. Allir hjá félaginu eru ánægðir með að vera komnir með 20 stig og vera í öðru sætinu. Við reynum að gera okkar besta og komast upp í fyrstu deild en það getur allt gerst í fótbolta."
Allt opið í framtíðinni
Pesic er 35 ára gamall en hann er ekki farinn að velta fyrir sér að henda hönskunum upp á hillu.
,,Mér líður mjög vel í augnablikinu. Ég hugsa ekki um það hversu mörg ár ég á eftir. Ég klára bara þetta ár og sé til," segir Pesic sem útilokar ekki að leika aftur með Völsungi næsta sumar.
,,Ég vil bara klára þetta tímabil og hver veit hvort ég komi aftur. Ef félagið vill mig eða eitthvað annað félag. Ég ætla að klára þetta tímabil, síðan mun ég setjast niður með félaginu og ræða málin," sagði Pesic að lokum.
Þessi 35 ára gamli Serbi kom til Völsungs fyrir tímabilið og hann hefur farið á kostum í marki liðsins í sumar og reynst ótrúlegur hvalreki fyrir Húsvíkinga. Pesic hefur gríðarlega mikla reynslu eftir langan atvinnumannaferil en hvað fékk hann til að koma til Íslands?
,,Ég er atvinnumaður í fótbolta og hef spilað í Íran undanfarin fimm ár. Félagaskiptaglugginn var lokaður þar og Dragan þjálfari hafði samband við mig. Ég þekkti hann frá fyrri tíð og hann sagðist vera með ungt lið og spurði hvort ég væri tilbúinn að hjálpa honum. Ég sagði að það væri ekkert mál og ákvað að koma hingað en ég vissi ekkert um Ísland, deildina eða leikmennina áður en ég kom."
Spilaði gegn Barcelona og Real Madrid
Auk þess að spila í Íran þá hefur Dejan leikið í Rúmeníu sem og í heimalandinu þar sem hann spilaði með hinu fornfræga félagi Rauðu Stjörnunni frá 1997-2002.
Þar varð Dejan þrívegis meistari og tvívegis bikarmeistari en hann spilaði með heimsþekktum leikmönnum gegn stærstu liðum heims.
,,Ég spilaði með Nemanja Vidic, Dejan Stankovic og mörgum stórum nöfnum. Við spiluðum oft í Meistaradeildinni og það er ekki hægt að lýsa tilfinningunni að spila fyrir framan um það bil 100 þúsund manns gegn Barcelona og Real Madrid. Við töpuðum 3-1 gegn Barcelona á útivelli og gerðum 1-1 jafntefli í Belgrad."
Áhorfendatölurnar í annarri deildinni á Íslandi eru langt frá því að vera þær sömu í Meistaradeildinni en Pesic er þó lítið að velta samanburðinum fyrir sér.
,,Ég hugsa í alvörunni ekki um það. Ég er 35 ára gamall og þó að ég hafi spilað í stórum löndum og á móti þekktum liðum þá hugsa ég ekki um það. Ég hugsa bara um fótboltann hérna."
Völsungur hefur komið skemmtilega á óvart í annarri deildinni í sumar en liðið er í öðru sæti deildarinnar að loknum tíu umferðum. Pesic á stóran þátt í árangrinum.
,,Við erum auðvitað ánægðir. Við erum með virkilega ungt lið, flestir leikmenn eru 16 og 17 ára gamlir og þeir hafa ekki mikla reynslu. Allir hjá félaginu eru ánægðir með að vera komnir með 20 stig og vera í öðru sætinu. Við reynum að gera okkar besta og komast upp í fyrstu deild en það getur allt gerst í fótbolta."
Allt opið í framtíðinni
Pesic er 35 ára gamall en hann er ekki farinn að velta fyrir sér að henda hönskunum upp á hillu.
,,Mér líður mjög vel í augnablikinu. Ég hugsa ekki um það hversu mörg ár ég á eftir. Ég klára bara þetta ár og sé til," segir Pesic sem útilokar ekki að leika aftur með Völsungi næsta sumar.
,,Ég vil bara klára þetta tímabil og hver veit hvort ég komi aftur. Ef félagið vill mig eða eitthvað annað félag. Ég ætla að klára þetta tímabil, síðan mun ég setjast niður með félaginu og ræða málin," sagði Pesic að lokum.
Dejan Pesic
Frétt frá Fótbolta.net
Athugasemdir