Bergmann brćđur í viđtali eftir mćrusigurinn

,,Ţetta getur ekki veriđ skemmtilegra en ţetta. Fyrsti leikur hjá mér mćrudagsleikurinn fyrir framan fulla brekku af fólki í geđveiku veđri. Ég er bara

Bergmann brćđur í viđtali eftir mćrusigurinn
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 587 - Athugasemdir ()

Brćđurnir fagna hér marki Milan ásamt strákunum
Brćđurnir fagna hér marki Milan ásamt strákunum

,,Þetta getur ekki verið skemmtilegra en þetta.
Fyrsti leikur hjá mér mærudagsleikurinn fyrir framan fulla brekku af fólki í geðveiku veðri. Ég er bara eitt stórt bros eftir þetta og mjög ánægður með sigurinn,"
sagði Sveinbjörn Már Bergmann Steingrímsson eftir, 2-1, mærusigur gegn Hamar um helgina en hann var að spila sinn fyrsta leik í sumar með liðinu eftir dvöl sína í Noregi.

,,Það er alltaf skemmtilegast að spila með Völsungi, maður þekkir alla strákanna mjög vel og í svona umhverfi verður maður sömuleiðis betri sjálfur, enda stærsta fjölskylda í heiminum. Það er klárlega skemmtilegra að spila hér heldur en úti," sagði Sveinbjörn Már ánægður eftir sigurinn.

,,Við erum í öðru sæti deildarinnar sem er mjög fínt en við verðum að halda áfram því það er nóg eftir. Það er gott að vera kominn heim og frábært að taka þátt í þessu og fá að vera partur af þessu," sagði Sveinbjörn.

sms
         Sveinbjörn Már Bergmann er mættur í lið Völsungs á nýjan leik

,,Eins og allir vita sem að hafa spilað Mærudagsleik þá eru þetta alltaf lang skemmtilegustu leikirnir," sagði fyrirliðinn Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson virkilega sáttur með sigurinn og ánægður með að bróðir sé mættur í Völsungsbúninginn á nýjan leik.

,,Við töpum bara ekki á heimavelli og hvað þá á Mærudögum, líka virkilega ljúft að fá Sveinbjörn til liðs við okkur á nýjan leik," sagði Hrannar en hvernig líst honum á nýja sóknarmanninn, Milan Pesic, sem að sömuleiðis spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið í sumar um helgina?

,,Það er mjög gott að fá hann og mér líst vel á hann. Maður sér strax að þetta er alvöru leikmaður og hann kann alveg fótbolta. Sigurleikur og mark á mærudögum er ekki slæm byrjun fyrir hann og í raun ekki hægt að biðja um betra start," sagði Hrannar að lokum ánægður með nýja Pesicinn en þeir eru nú orðnir tveir þar sem að markvörður liðsins ber sömuleiðis nafnið Pesic líkt og allir vita.

HBS
     Hrannar Björn Bergmann, fyrirliði Völsungs, með boltann um helgina

Tengdar greinar:
Umfjöllun: Mærusigur í steikjandi hita á Húsavíkurvelli

Marko Blagojevic: Hér á Húsavík líður mér eins og heima

Milan Pesic: Mjög mikilvægt að ná að skora strax


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ