19. mar
Berglind Ósk valinn í U19 landsliđiđ.Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 229 - Athugasemdir ( )
Ólafur Guðbjörnsson hefur valið Berglindi Ósk Kristjánsdóttur leikmann meistaraflokks Völsungs í U19 lansliðið fyrir vináttuleiki gegn Írum. Leikið verður 28. og 30. mars í Dublin.
Það þarf ekki að taka það fram hversu glæsilegur árangur þetta er og eftir okkar bestu vitund er þetta fyrsta landsliðskona okkar Völsunga. Ef það er ekki rétt þá biðjum við þá sem kunnugri eru að leiðrétta okkur. Það er því ljóst að það verður nóg að gera hjá Berglindi á næstu dögum, hún fer til Spánar í æfingaferð með mfl. kvenna og svo beint þaðan til Írlands.
640.is óskar Berglindi til hamingju með árangurinn og vonandi er þetta bara byrjunin af glæsilegum ferli í landsliðum Íslands.
Athugasemdir