Berglind Ósk spilađi sinn annan landsleik í dag.

Berglind Ósk Kristjánsdóttir var í byrjunarliđi íslenska kvennalandsliđsins, skipađ leikmönnum 19 ára og yngri, sem lék í dag síđari vináttuleik sinn viđ

Berglind Ósk spilađi sinn annan landsleik í dag.
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 209 - Athugasemdir ()

Berglind Ósk.
Berglind Ósk.

Berglind Ósk Kristjánsdóttir var í byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, sem lék í dag síðari vináttuleik sinn við Írland.  Fyrri leikurinn var spilaður á föstudag og þá unnu íslensku stelpurnar 1-0 sigur en í dag fengu þær skell, 8-0.

 

Á vef KSÍ segir svo um leikinn:

 Stelpurnar í U19 kvenna töpuðu stórt gegn stöllum sínum frá Írlandi í dag.  Írska liðið var mun sterkara í þessum leik og sigruðu með átta mörkum gegn engu.  Grunnurinn að sigri heimastúlkna var lagður í fyrri hálfleik en þá skoruðu írsku stelpurnar fimm mörk gegn engu. Þetta eru í raun ótrúlegar tölur ekki síst í ljósi þess að íslensku stelpurnar unnu fyrri leik liðanna í föstudag með einu marki gegn engu.

 

Írska liðið var mun sterkara í þessum leik og eftir að fyrsta markið kom strax á 5. mínútu var aldrei spurning um hvar sigurinn mundi lenda. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðil EM sem fram fer í Belgíu seinni hluta apríl mánaðar.  Þar verða mótherjar Íslands, auk heimastúlkna, England og Pólland. Berglindi Ósk var skipt út af á 39 mínútu leiksins.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ