Barttuleikur Vlsungsstelpnarttir - Hjlmar Bogi Hafliason - Lestrar 358 - Athugasemdir ( )
Völsungsstelpur byrjuðu vel í leik þeirra gegn toppliði Hauka í dag en biðu í lægri hlut, eitt mark gegn tveimur. Völsungsstelpur sóttu meira og sýndu Haukastelpum enga virðingu. Haukastelpur voru stærri og öflugri líkamlega. Leikurinn var nokkuð jafn og mátti ekki sjá að Haukastelpur væru á toppi B-riðils
Eftir góða pressu Völsungsstelpna að marki Hauka skoraði Guðlaug Sigríður verðskuldað mark á ´35 mínútu og Völsungasstelpur voru yfir í hálfleik eitt núll. Haukastelpur settu aukinn kraft í leik sinn eftir hálfleik og það skilaði þeim tveimur mörkum á ´52 og ´56 mínútu. Bæði mörkin komu eftir karp inn í teig Völsungsstelpna og Haukastelpur heppnar að skora mörkin enda lak boltinn í markið. Völsungsstelpur héldu áfram að berjast og kláruðu leikinn með krafti en uppskáru ekki sem erfiði.
Varnarmaðurin Indíana Þórsteinsdóttir var valin Niveastúlka leiksins og óskum við henni til hamingju með það.
Gulla Sigga lætur vaða og skömmu síðar lá boltinn í netinu.
Anna Guðrún spyrnir frá marki sínu.
Hjálmar Bogi tók myndina af manni leiksins en Hafþór Hreiðarsson myndirnar úr leiknum.
Athugasemdir