06. maí
Ásrún Ósk: Gífurlega svekkjandiÍţróttir - Ingvar Björn Guđlaugsson - Lestrar 600 - Athugasemdir ( )
,,Þetta var alveg gífurlega svekkjandi. Við áttum alveg fínan séns í þær, þær kannski byrjuðu betur en við féllum bara niður og sáum hvernig þær væru og sóttum svo í seinni hálfleik. Okkar plan virkaði alveg þannig þetta er virkilega svekkjandi,” sagði Ásrún Ósk Einarsdóttir, fyrirliði liðsins í fjarveru Hörpu Ásgeirsdóttur, um 0-1 tap gegn ÍA.
,,Eftir þessa frammistöðu í dag þurfum við ekki að óttast neinn andstæðing og ég er mjög spennt fyrir Íslandsmótinu. Markmið sumarsins eru bara þau að ná sem lengst,” voru lokaorð Ásrúnar sem átti fantafínan leik í vörn liðsins.
Ásrún með boltann gegn ÍA í gær.
Athugasemdir