sgeir: a er gaman a vinnarttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 534 - Athugasemdir ( )
„Það er gaman að vinna og sérstaklega á Húsavíkurvelli. Liðsheildin var góð og allt liðið stóð sig vel,
við vorum góðir í seinni hálfleik og kláruðum þetta," sagði Ásgeir Sigurgeirsson, Heimabakarísmaður leiksins en hann
skoraði tvö mörk og átti flottan leik er Völsungur sigraði Aftureldingu, 4-2, í gær.
„Munurinn á liðunum var að við nýttum okkur veikleika þeirra aftast og sóttum hratt á þá. Við gleymdum okkur tvisvar en
skoruðum fjögur og það var nóg," sagði Ásgeir en hann sagðist hafa keyrt sig algjörlega út í gær og lítið eftir
á tanknum til þess að landa þrennunni.
„Maður var orðinn svo þreyttur í endann svo ég bað bara um skiptingu. Hrannar kom inn á og spilaði sínar fyrstu mínútur
í sumar, hann átti það skilið þetta grey," sagði kjúllinn brosandi um fyrirliðann.
Strákarnir mæta Reyni í Sandgerði um næstu helgi og það verður sannkallaður toppslagur en liðin sitja í fyrsta og öðru sæti
deildarinnar með tíu stig.
„Leikurinn leggst mjög vel í mig, við erum að fara í Sandgerði og taka þrjú stig. Liðið er á góðu skriði
núna og það er enginn að fara stoppa okkur. Við kunnum vel við okkur á toppnum," sagði Ásgeir Sigurgeirsson eftir sigurinn í gær.
Tengdar greinar:
Umfjöllun: Kóngarnir taplausir á toppi deildarinnar
Halldór Fannar: Stemningin er góð
Hrannar Björn: Viðurkenni það alveg að ég fékk smá gæsahúð
Athugasemdir