Ásgeir Sigurgeirsson: Hann getur kennt manni eitthvađ en ég honum líka

Ásgeir Sigurgeirsson var kosinn Heimabakarísmađur leiksins í fyrsta deildarleik sumarsins en hann skorađi eina mark leiksins er Völsungur lagđi KF, 1-0, í

Ásgeir Sigurgeirsson: Hann getur kennt manni eitthvađ en ég honum líka
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 882 - Athugasemdir ()

Ásgeir Sigurgeirsson
Ásgeir Sigurgeirsson

Ásgeir Sigurgeirsson var kosinn Heimabakarísmaður leiksins í fyrsta deildarleik sumarsins en hann skoraði eina mark leiksins er Völsungur lagði KF, 1-0, í Boganum í dag. Markið kom strax á þriðju mínútu leiksins og var það hans fyrsta fyrir meistaraflokk Völsungs.

Tilfinningin var mjög góð að klára þetta, þetta er búið að vera gott í vetur og formið að skila sér. Við vorum fínir í fyrrihálfleik og vorum að spila vel en duttum aðeins niður í lok fyrrihálfleiks og á köflum í seinni hálfleik en annars var þetta bara mjög fínt," sagði Ásgeir skælbrosandi eftir leik og vissulega ánægður með sitt fyrsta KSÍ meistaraflokksmark fyrir Völsung.

Þetta var mjög sætt að tryggja sigurinn með fyrsta meistaraflokksmarkinu," bætti Ásgeir við.

Í liðinu er stóri bróðir Ásgeirs, Stefán Jón Sigurgeirsson en hann segir gott að hafa hann inn á vellinum með sér.

Það er mjög gaman og gott að hafa Stebba John right back bróðir inn á vellinum með sér, hann getur kennt manni eitthvað en ég honum líka," sagði Ásgeir kíminn að lokum en hann átti flottan leik í kvöld og óskum við honum til hamingju með að vera fyrsti Heimabakarísleikmaður leiksins sumarið 2012 og hver veit nema að hann eigi eftir að safna fleiri Súkkulaðiskóm upp í hillu í sumar.

asgeir-madurleiksins-kf                       Ásgeir Sigurgeirsson, Heimabakarísleikmaður leiksins

Tengdar greinar:
Umfjöllun: Völsungsdrengir hirtu öll stigin í fyrsta deildarleik sumarsins

Dragan: Ætlum að fagna aðeins í kvöld en gleymum þessum leik strax á morgun




Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ