Arnţór: Ţetta var glórulaustÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 558 - Athugasemdir ( )
„Þetta var glórulaust hjá dómaranum, ekki mér. Varnarmaður skallar boltann til baka og ég er á undan markmanninum, pota boltanum og
hann ver. Dómarinn dæmir og gefur mér rautt spjald fyrir. Engan veginn rautt en vel varið hjá markmanninum," sagði Arnþór Hermannsson sem
fékk að líta rauða spjaldið á 67.mínútu leiksins er Völsungur sigraði Fjarðabyggð, 0-1, á Eskifjarðarvelli í
gærkvöld.
„Þetta var hryllilega sætt að horfa á þá klára þetta einum færri, þrjú stig og við erum komnir í annað
sætið," bætti Arnþór brosmildur við en Gunni Siggi skoraði sigurmarkið með skalla í uppbótartíma eftir aukaspyrnu frá
Hrannari.
„Við ætluðum að liggja aðeins og beita skyndisóknum, það virkaði vel og þeir voru ekki að skapa sér nein hættuleg
færi. Svo þegar ég er rekinn útaf bættu strákarnir bara meira í og voru hættulegir. Markið lá bara í loftinu þarna undir
lokin og það kom svo loksins, hrikalega sætt," sagði Arnþór en varð hann var við stuðningsmenn Völsungs sem að létu vel í
sér heyra úr brekkunni ?
„Já þeir voru góðir að kalla á dómarann, maður heyrði vel í þeim og þeir áttu alveg stúkuna. Þetta
verður skemmtileg ferð heim og við getum sofnað vel í kvöld komnir í annað sætið," sagði Arnþór Hermannsson í
leikslok.
Tengdar greinar:
Umfjöllun: Kletturinn hetja Völsungs á Eskifirði
Dragan: Þetta var snilld, algjör snilld
Gunni Siggi: Mjög góð tilfinning að sjá boltann í netinu
Athugasemdir