Alli Jói: Okkur líđur vel á ţessum stađ

,,Mér fannst allir leikmenn vera ađ leggja sig vel fram og ţví má segja ađ vinnusemi hafi skilađ ţessu í hús í dag. Ţetta er einmitt eins og viđ viljum

Alli Jói: Okkur líđur vel á ţessum stađ
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 585 - Athugasemdir ()

Alli skorađi fyrra mark Völsungs
Alli skorađi fyrra mark Völsungs

,,Mér fannst allir leikmenn vera að leggja sig vel fram og því má segja að vinnusemi hafi skilað þessu í hús í dag. Þetta er einmitt eins og við viljum hafa þetta og okkur líður vel á þessum stað," sagði Aðalsteinn Jóhann Friðriksson eftir sigurinn gegn Aftureldingu í dag en hann skoraði fyrra mark Völsungs undir lok fyrri hálfleiks.

Alli var ánægður að fá loksins tækifærið í byrjunarliðinu og þakkaði fyrir sig með marki.

,,Ég er búinn að vera að bíða lengi eftir þessu tækifæri og að sjálfsögðu er gaman að nýta það með marki. Að sama skapi hefði ég getað bætt við fleirum í dag. En fyrst og fremst er ég ánægður með að við kláruðum þetta í dag sem setur okkur í góða stöðu þó að ekkert sé í höfn enn," sagði Alli Jói yfirvegaður en hann vann vel fyrir liðið og átti góðan dag.

,,Mér fannst við ekki góðir framan af leik og mér fannst markið þeirra nánast drepa okkur. En eftir að við mættum inn í seinni hálfleikinn fannst mér aldrei vera hætta á því hvort liðið mundi klára þetta. Við fengum fullt af færum og áttum að vinna stærra," sagði Alli en hvernig sér hann næstu viðureign fyrir sér þegar að Reynismenn kíkja á heimsókn á þriðjudaginn næsta?

,,Það á eftir að vera gríðarlega erfiður leikur. Þeir eru búnir að tapa síðustu fjórum og koma því eflaust dýrvitlausir inn í þennan leik. Við þurfum bara að einbeita okkur að sjálfum okkur því á góðum degi vinnum við öll liðin í þessari deild," sagði Alli í leikslok og gat leyft sér að brosa yfir sigrinum og markinu.

markid

Tengdar greinar:
Hrannar Björn: Karakterinn í liðinu er gríðarlegur

Umfjöllun: Traffík á toppnum


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ