Alli Jói međ ţrennu gegn Hetti

Strákarnir í meistaraflokki Völsungs í knattspyrnu léku gegn Hetti frá Egilsstöđum í Lengjubikarnum í gćr og fór leikurinn fram í Boganum. Völsungur

Alli Jói međ ţrennu gegn Hetti
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 285 - Athugasemdir ()

Alli Jói skorađi ţrennu.
Alli Jói skorađi ţrennu.

Strákarnir í meistaraflokki Völsungs í knattspyrnu léku gegn Hetti frá Egilsstöðum í Lengjubikarnum í gær og fór leikurinn fram í Boganum. Völsungur sigraði í leiknum og skoraði Aðalsteinn Jóhann Friðriksson þrennu auk þess sem Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði með þrumufleyg í efra markhornið.

 

Annars segir svo frá leiknum á heimasíðu Völsungs:

Völsungur sigraði Hött í miklum markaleik og virðist sem að sóknarbolti sé í hávegum hafður þegar Völlar mæta til leiks.

Alli Jói skoraði fyrsta markið eftir eftir hornspyrnu. Mínútu seinna jafnaði Höttur eftir sinni uppáhaldsuppskrift; langan bolta fram og eldfljótur framherji þeirra skeiðaði í gegn og setti hann framhjá Sveinbirni í markinu. Staðan í leikhléi var 1-1. Fljótlega í byrjun seinni hálfleiks skoruðu Hattarmenn eftir sömu uppskrift og áður þó afraksturinn hefði átt að vera fremur súr vegna afar mikils rangstöðufnyks. Alli Jói skoraði aftur eftir hornspyrnu og jafnaðist leikurinn við það. En Adam var nú ekki lengi í Paradís og náðu Austanmenn að beita sömu uppskriftinni enn og aftur. Voru Jóar frekar súrir þegar þarna var komið við sögu. Völsungar leituðu eftir marki og uppskáru gull af marki þegar Elvar Kúta fékk boltan frá Stebba "eldingu" Tukka, lék á tvo og setti þessa líku "kanonu" upp í markvinkilinn af 20 m.  Staðan orðin 3-3 og þjálfari Hattar tekinn við súra svipnum þeirra Jóa. Ekki minnkaði súri svipurinn við það að Alli nafni Jóanna fékk stungusendingu inn fyrir vörnina og skoraði sitt þriðja mark og tryggði sigur Völsa.

 Jákvæða við leikinn voru 4 góð mörk og sigur. Menn börðust ágætlega þó stundum virtist vera eitthvert slen yfir mönnum. Ýmis ágæt tilþrif sáust í leiknum og ber helst að nefna það að 3 Hattarmenn vita enn ekki sitt rjúkandi ráð eftir viðskiptin við Bjarka þar sem hann plataði þá uppúr sokkum og skóm með hægri/vinstri/afturábak/hopp/skæri. Einnig þótti mönnum athyglivert þegar þjálfari Hattar tók einn varnarmanna sinna í yfirhalningu þegar Stebbi "elding" Tukka var hvað eftir annað búinn að skilja hann eftir í startholunum. Höfðu menn á orði að engu líkara en fræga öndin eða var það spæta í þáttunum That's all folks" hefði farið um völlinn slíkur var hraðinn á Stebba!

Þess má einnig geta að Höttur hafði til þess ekki lotið í gras fyrr en þeir mættu Völsungi. Höfu gert jafntefli við Fjarðabyggð 1-1, unnið Huginn 4-1 og Magna 4-1.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ