Alli Jói: Ég skammast mínÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 966 - Athugasemdir ( )
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, leikmaður Völsungs, var að vonum ósáttur með leik liðsins eftir að Völsungur
féll úr bikarkeppni KSÍ en fyrsti leikur sumarsins fór fram á Dalvíkurvelli í dag.
„Ég veit ekki hvað er hægt að segja eftir svona leik, við komum aldrei tilbúnir í leikinn og ég held ég verði bara að segja
að maður skammist sín fyrir að byrja sumarið svona og held að ég tali fyrir hönd liðsins þegar ég segi það," voru fyrstu orð
Alla Jóa eftir leik en lokatölur á Dalvíkurvelli 4-1 fyrir Dalvík/Reyni og lítið sem gekk upp hjá okkar mönnum. Aðspurður hvort ekki
eitthvað jákvætt væri hægt að taka frá leiknum þá hafði hann þetta að segja.
„Það var lítið jákvætt en bara það að leikurinn er búinn. Kannski gamla klisjan bara að nú getum við farið að
einbeita okkur að deildinni. En að sama skapi þá eigum við sterka menn inni og það er vonandi að þeir komi og kveiki í þessu liði sem var
alls ekki tilbúið í mót í dag," sagði Aðalsteinn en hann telur enga afsökun vera fyrir því að menn hafi mætt sofandi til
leiks.
Aðalsteinn Jóhann
með boltann í leiknum í dag.
„Við erum búnir að hugsa um þennan leik mjög lengi og við verðum vissulega fyrir áföllum hérna rétt fyrir leik þar sem
við missum markmanninn okkar og nýji miðvörðurinn Marko ekki kominn með leikheimild, auk þess að nokkrir leikmenn eru á sjúkralistanum en ég
held að það geti bara ekki verið afsökun fyrir því að við komum bara á rassgatinu inn í þennan leik," sagði Alli
svekktur.
„Og ég endurtek það, ég skammast mín svo hryllilega fyrir að tapa hérna í erkifjendaslag á móti Dalvík/Reyni, með
skömm hreinlega," bætti Alli við súr á svip en hann segir mikilvægt að menn snúi sér strax að næsta verkefni og stilli sig
rétt inn fyrir verkefni sumarsins.
„Fyrst og fremst þurfum við bara að gleyma þessum leik og byrja strax á næstu æfingu að einbeita okkur að næsta verkefni sem er deildin
og KF. Ég trúi því ekki að við séum ekki klárir í það því menn hljóta að skrúfa hausinn á sig
og klára það verkefni hundrað prósent og koma sér inn í deildina eins og menn," sagði Aðalsteinn Jóhann að lokum en strákarnir
mæta KF í fyrstu umferð 2.deildarinnar um næstu helgi.
Tengdar greinar:
Umfjöllun: Þögn
á Dalvíkurvelli
Athugasemdir