lfasteinn Raufarhfn.

Mnudaginn 11. febrar var haldinn kynningarfundur um formaan flutning fyrirtkisins lfasteins til Raufarhafnar og tttku ess

lfasteinn Raufarhfn.
Asent efni - Hafr Hreiarsson - Lestrar 614 - Athugasemdir ()

Steinn og Erlingur skrifa hr undir viljayfirlsingu um samstarf  milli lfasteins ehf. og Heimskautsgeris  Raufarhfn.
Steinn og Erlingur skrifa hr undir viljayfirlsingu um samstarf milli lfasteins ehf. og Heimskautsgeris Raufarhfn.

Mánudaginn 11.  febrúar var haldinn kynningarfundur um áformaðan flutning fyrirtækisins Álfasteins til Raufarhafnar og þátttöku þess í uppbyggingu Heimskautsgerðis.  Að fundinum, sem haldin var í félagsheimilinu, stóðu forsvarsmenn Álfasteins og Heimskautsgerðis ásamt Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, og sóttu hann um 40 fundargestir.

 

Álfasteinn á Raufarhöfn – kynningarfundur

Aðdragandi málsins er sá að Erlingur B. Thoroddsen, frumkvöðull að Heimskautsgerði var að kynna sér hvaða möguleikar væru til þess að grjótvinna við Heimskautsgerðið gæti farið fram á Raufarhöfn og skapað þannig atvinnu á staðnum.  Eftir að hafa kynnt sér málið m.a. erlendis, bar fundum hans og Steins í Álfasteini saman.  Í fyrstu var hugmyndin að leigja vélar af Álfasteini til verksins en við nánari athugun kom í ljós að flutningur fyrirtækisins til Raufarhafnar gæti haft margvísleg samlegðaráhrif í för með sér.

Steinn Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Álfasteins kynnti  sögu fyrirtækisins, núverandi stöðu þess og áform um fyrirhugaðar breytingar sem m.a. fela í sér flutning verulegs hluta starfseminnar til Raufarhafnar.

Álfasteinn er rótgróið fyrirtæki sem stofnað var á Borgarfirði eystri 1981.  Framleiðslan hefur frá upphafi snúist um steinvinnslu sem byggðist á fjölbreyttu hráefni á staðnum.  Auk fjölbreyttrar gjafavöru er sérvinnsla með greftri í stein stór hluti af framleiðslunni auk þess sem Álfasteinn framleiðir legsteina og fæst við skiltagerð.  Auk framleiðslunnar rekur Álfasteinn verslanir á Borgarfirði, á Laugavegi í Reykjavík, svæði í Flugstöðinni í Keflavík, Eden í Hveragerði og þjónustu- og sölumiðstöð á Axarhöfða í Reykjavík. 

Það kom fram í máli Steins að það sem helst hefur hamlað vexti fyrirtækisins er ekki eftirspurn eftir vörunni heldur vandkvæði við að manna framleiðsluna á Borgarfirði eystri.   Í þeirri markaðsáætlun sem hann kynnti á fundinum gerir Steinn ráð fyrir því að flytja stærstan hluta af núverandi framleiðslustarfsemi á Raufarhöfn auk þess sem skrifstofa og stjórnun færist þangað.  Á Raufarhöfn eru einnig áform um magnframleiðslu á byggingarsteini sem fellur mjög vel að því verkefni að reisa heimskautsgerði.

Samhliða þessum breytingum er gert ráð fyrir mikilli vöruþróun og markaðssetningu á næstu árum, en vinna að því er þegar hafin.  Gert er ráð fyrir að nýta fleiri hráefni til gjafavöru og listmunaframleiðslu með áherslu á íslenskt handverk og hönnun auk þess sem kynningar- og markaðsstarf verður eflt til muna.

Ýmsir þættir þurfa að vera til staðar til að þessi áform gangi eftir.  Með flutninginum verður tryggt verkefni í Heimskautsgerðinu í 3-5 ár.  Viðræður hafa átt sér stað við SVN um húsnæði og standa vonir til þess að SVN leggi húsnæðið inn í fyrirtækið sem hlutafé.  Þá er gert ráð fyrir nýju hlutafé að upphæð 40 milljónum.

Í lok fundar skrifuðu Steinn og Erlingur undir viljayfirlýsingu um samstarf á milli Álfasteins ehf. og Heimskautsgerðis á Raufarhöfn.  Stefnt er að því að þessir aðilar geri með sér verksamning sem verði undirritaður fyrir lok febrúar.

Fundargestir á Raufarhöfn sýndu þessum áformum mikinn áhuga.  Kynningunni var fagnað með lófataki og strax að loknum fundi tóku gestir að skrifa sig fyrir hlutabréfum í fyrirtækinu.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr