Af hverju er ég grnni treyju ?

a eru forréttindi a taka átt róttum og a eru forréttindi a alast upp grnu treyjunni ásamt félögum

Af hverju er ég grnni treyju ?
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 394 - Athugasemdir ()

Það eru forréttindi að taka þátt í íþróttum og það eru forréttindi að alast upp í grænu treyjunni ásamt félögum sínum allar götur fram að því að leikmenn verða fullorðnir. Það kemur sá tímapunktur þegar skeggið er farið að vaxa og brjóstin stækka að nú þurfa leikmenn að fara velja, á ég að fara þessa leið eða hina ?

Í gegnum tíðina höfum við skapað frábæra knattspyrnumenn og stefna félagins er vissulega sú að halda því áfram. Þetta byrjar þó allt og endar hjá leikmönnunum sjálfum. En til þess að leikmenn haldi þessum dýrmæta Völsungsneista í brjósti þarf umhverfið að vera í lagi og iðkendur hafa þörf fyrir því að finnast þeir vera einhvers virði. Þar kemur að okkur öllum sem standa í kringum liðið og ykkur fólkinu sem mætir í brekkuna. Aldrei verður það ofmetið að sjá fulla brekku á Húsavíkurvelli því þegar liðin ganga út á völl um helgina er það dýrmætasta fyrir leikmenn meistaraflokkana að sjá og finna að það er ekki öllum sama. Að það sé í raun og veru bæjarfélag sem standi á bakvið félagið og það séu fleiri en þau sem eru alvöru Völsungar.

Þetta snýst um að við gefum af okkur, hvert og eitt í því formi sem það hefur kost á en með orku allra í samfélaginu er hægt að búa til kraftaverk. Við erum kraftaverkið og tækifærin bíða þarna eftir okkur.

Sjáumst á vellinum um helgina!
græni
Grein úr fyrstu Völsungsleikskrá 2012


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr