24. jún
4. flokkur kvk. Völsungur-KA 1-1Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 94 - Athugasemdir ( )
Nú áðan voru stelpurnar í 4. flokki Völsungs að leika gegn KA á Húsavíkurvelli og lauk leiknum með jafntefli 1-1. Í lok fyrri hálfleiks var brotið á Önnu Halldóru Ágústsdóttur innan vítateigs og dæmdi Björgvin Friðbjarnarson dómari vítaspyrnu.
Úr henni skoraði Heiðdís Hafþórsdóttir örugglega og jafnaði þar með leikinn en KA hafði komist yfir um miðjan fyrri hálfleik. Nokkuð vindasamt var þegar leið á leikin sem gerði leikmönnum erfiðara fyrir en Völsungsstelpur áttu þó sín færi en ekki tókst að nýta þau.
Þetta var annar leikur stelpnanna í íslandsmótinu í ár en þær töpuði 1-2 fyrir Fjarðarbyggð/Leikni á Norðfirði í fyrsta leiknum.
Athugasemdir